Heimili og skóli - 01.02.1942, Blaðsíða 15

Heimili og skóli - 01.02.1942, Blaðsíða 15
HEIMILI OG SKÓLI 11 bamið bíður við það að hljóta slæma móðurmáls- kennslu fyrstu 5—6 ár æfinnar, og á ég þar við hið mikla nám, hið furðulega þrekvirki, að læra að tala. Það er eftirtektarvert, hve sum börn, sem búa þó yfir sæmilegri náttúrugreind, eru andlega fátæk, fátæk af orðum og hugmyndum, og með ófrjótt ímyndunarafl. Um öll þessi böm má segja hið sama: Það heíir of lítið verið talað við þau. Tuttugasta öldin ætlar að verða öld annríkisins, það má enginn vera að því að tala við bömin, og svara spumingum þeirra, þó hefir þessi öld af sumum verið nefnd „öld barnsins“. W________________________... Það er satt, að mikið hefir verið gjört fyrir börnin á þessari öld,og upp- eldisfræðingar og sálfræð- ingar hafa meir en áður beint athygli sinni til þeirra, en þróun mannfélagsmálanna hefir ekki að sama skapi orðið börnunum í vil, á því sviði hafa gerzt þau alvarlegu tíðindi, að börnin hafa fjarlægzt heimili og foreldra æ meir og meir. Eg veit það vel, að margir eiga annríkt, og þá ekki sízt mæðurnar, en einhvern veginn er það svo, að sumir þeir, sem mest hafa að gjöra, hafa alltaf tíma til að tala við börnin sín. Alltaf tíma til að svara spurningum þeirra, hve fánýtar sem þær eru. Það kemur ekki sjaldan fyrir, að börn séu ávítuð fyrir spurningar sínar, og hitt er þó enn algengara, að við þeim sé þagað. Þetta er hróplegt skilningsleysi á bams- eðlinu. Með slíku er verið að slökkva heilagan eld, það er verið að bæla niður þekkingarþrána, sem hverjum manni er í brjóst lagin. Enda fer það oft svo, að þau börn, sem ekki fá spurningum sínum svarað vingjarnlega, hætta að spyrja, verða dul, og sætti sig við fáfræðina. Jafnvel hjá ómálga barninu er eitthvað dá- samlegt við hin spurulu augu, og þegar þau hafa svo loksins drýgt þá dáð, að koma spumingum sínum í orð og setningar, mega það vera hörð hjörtu, sem neita

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.