Heimili og skóli - 01.02.1942, Side 19

Heimili og skóli - 01.02.1942, Side 19
HEIMILI OG SKÓLI 15 tJR ÝMSUM ÁTTUM Sveíninn. Eitt af þvi, sem er börnum lífsnauðsyn, eins og matur og drykkur, er nægur og reglu- bundinn svefn. Talið er að svefn barna á skólaskyldualdri megi ekki vera minni en sem hér segir: 7—9 ára börn 11 stundir á sólarhring. 9—11 ára börn IOV2 st. 11—13 ára börn 10 st. 13— 14 ára börn 9^2 st. 14— 15 ára börn 9 st. Við þetta má bæta því,að svefn fyrrihluta nætur er talinn margfalt dýrmætari og meir endurnærandi en síðari hluta næturinnar, verður af því skiljanlegt, að það er hollara að fara snemma að sofa á kvöldin, heldur en sofa fram á dag að morgninum. Enda má þekkja þau skólabörn úr, að morgninum, er fara seint að sofa, þau eru dauf og áhuga- laus fram eftir öllum degi. Ekkert skóla- barn ætti að leggjast til hvíldar síðar en kl. 10 og yngri börnin eigi síðar en kl. 9. Námsstjórar. Kennslumálastjórnin setti á síðastliðnu hausti 4 námsstjóra, sem eiga að hafa eftir- lit með öllum barnaskólum landsins utan kaupstaðanna. Er þeim ætlað að ferðast á milli skólanna, rannsaka kennsluhætti, og leiðbeina kennurum og skólanefndum um allt það, er skólana varðar. Mun nú eftirlits- Að lokum vil ég taka það fram, að skólunum tekst aldrei að losna til fulls við óþrifakvillana nema að heimili nemandanna séu þeim sam- hent um þetta, og vilji leggja á sig þá fyrirhöfn, sem því er samfara, en því miður hefir mér fundist þau ár, sem ég hefi verið hér á Akureyri, að all- mörg heimili hér skorti, illu heilli, al- gerlega vilja, eða að minnsta kosti getu í þessu efni. starf þetta vera í fullum gangi, og má vafa- laust vænta góðs af starfi þessara manna, sem allir eru reyndir og ágætir skólamenn. Eru námsstjórarnir þessir: Snorri Sigfússon skólastjóri, Akureyri. Er umdæmi hans Skagafjarðar-, Eyjafjarðar- og Þingeyjar- sýslur. Bjarni M. Jónsson kennari, Hafnar- firði, er mun ferðast um Suður- og Suðvest- urland, Stefán Jónsson skólastjóri, Stykkis- hólmi, sem ferðast mun um Austurland, og Aðalsteinn Eiríksson skólastjóri, Reykja- nesskóla við Isafjarðardjúp, mun hann hafa námsstjórn á Vestfjörðum, Húnavatns- og Dalasýslu. U ppeldisfræðsla. Ég hefi átt tal við fjöldamarga feður, og þó einkum mæður, sem hafa sagt eitthvað á þessa leið: „Ég finn mjög til þess, að mig vantar þekkingu til þess að geta alið börnin mín upp eins og vera ber. en hvar á ég að fá fræðslu um þessi efni?“ Því miður verður að játa, að mjög fáar bækur hafa komið út á íslenzku er geti verið foreldrum til leið- beiningar í hinu vandasama og ábyrgðar- mikla starfi þeirra, en þó skulu nefndar hér nokkrar: Uppeldismál, eftir séra Magnús Helgason. Uppeldi, eftir Bertrand Russell, í íslenzkri þýðingu eftir Armann Halldórsson magister. Barnasálaríræði, eftir Charlotte Buhler, frægan uppeldis- og barnasálarfræðing, í ís- lenzkri þýðingu eftir Armann Halldórsson. Þroskaleiðir, eftir dr. Símon Jóh, Agústs- son. Leikir og leiktöné, eftir sama höfund. Frá vöéév til skóla, eftir Susan Isaacs, enskan barnasálarfræðing, í íslenzkri þýð- ingu eftir dr. Sxmon Jóh. Agústsson. Boðorðin sjö, í íslenzkri þýðingu eftir Sn. Sigfússon skólastjóra. Foreldrar og uppeldi, eftir Th. Bögelund, í þýðingu eftir Jón N. Jónasson kennara. Allar þessar bækur eru ágætar, hver í sinni röð, og má finna í þeim svör við mörg- um þeim spumingum, sem hver góður faðir og móðir óskar að fá svarað. Það er álit sumra manna, að foreldraástin og þó einkum móðurástin sé sá leiðarvísir,

x

Heimili og skóli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.