Heimili og skóli - 01.02.1942, Síða 20

Heimili og skóli - 01.02.1942, Síða 20
16 HEIMILI OG SKÓLI sem nægja muni við uppeldi bamanna. — Vissulega er hún óendanlega mikils virði, en því fer fjarri, að hún ein nægi. Þekkingin er annað höfuðskilyrði fyrir góðu og heilbrigðu uppeldi og því meiri uppeldisfræðilega þekkingu, sem foreldrarnir geta veitt sér, því meiri líkur eru fyrir því að uppeldi bama þeirra takist vel, að öðru jöfnu. ,JVlenntamál.“ Athygli allra foreldra skal vakin á tíma- ritinu Menntamál, sem Samband íslenzkra barnakennara gefur út. Það flytur greinar um skóla- og uppeldismál, svo og fréttir af skólastarfinu. Ritstjóri þess er Gunnar M. Magnúss kennari og rithöfundur í Reykja- vík. Ritið er mjög ódýrt. Merkur uppeldisfræðingur hefir sagt, að það væri einkum þrennt, sem börnum væri dýrmætara en flest annað, á hinum fyrstu ámm æfinnar: Starf, næði og reglusemi. Ef barn hefir eigi lært að hlýða áður en það skiptir tönnum, þá lærist það aldrei. —- (Zhotzky.) Réttlætistilfinningin og siðgæðið þrífst ekki í öðrum jarðvegi en þeim, þar sem fegurðartilfinningin hefir fest rætur. — (Ziller.) „Sá, sem stjórnar geði sínu er meiri en sá sem vinnur borgir.“ Jafnvel vesælasti ölmusumaður er must- eri guðs, þótt það hrynji fyrr en þau, sem eru byggð úr steini. — Jóh. Sigurjónsson. Það hefði verið lítilmótlegt verk fyrir guðdóminn að skapa þessa jörð úr dauðum frumefnum, ef hún hefði ekki átt að verða uppeldisstofnun fyrir heim af sálum. — Franake. Öhamingja manna kemur ekki af því, að þeir vanræki hið nauðsynlega, heldur af hinu, að þeir gjöra það, sem er óþarft. — Tolstoy. HEIMILI OG SKÓLI — Tímarit um uppeldismál. — Útgefandi Kennarafélag Eyjafjardar. Ritið kemur út í 6 heftum á ári, minnst 16 síður hvert hefti, og kostar árg. kr. 5,00, er greiðist fyrir 1. júlí. Útgáfustjórn: Snorri Sigfússon, skólastjóri. Kristján Sigurðsson, kennari. Hannes J. Magnússon, kennari. Afgreiðslu og innheimtu annast: Eiríkur Sigurðsson kennari, Hrafna- gilsstræti 12. Akureyri. Sími 262. Ritstjóri: Hannes J. Magnússon, Páls Briems götu 20, Akureyri. Sími 174. Prentverk Odds Björnssonar. í flestum börnum er efni, bæði í góðan borgara og glæpamann. — Russell. Ég lít á menningu hins nýja tíma með ugg og ótta. Við höfum að undanförnu lagt alla okkar orku í það að læra að þekkja og hagnýta okkur hin duldu öfl náttúrunnar. Við höfum byggt upp vélamenningu full- komnari en nokkurn tíma hefir áður þekkzt, en við höfum á meðan misst sjónar á mann- inum. Misst sjónar á okkur sjálfum, og erum nú komnir að því að líða skipbrot. — dr. Carrel. „Heimili og skóli“ mun fúslega taka við stuttum greinum um hin ýmsu uppeldis- vandamál, og samvinnu heimila og skóla um þau. Einnig mun ritið svara fyrirspum- um um þau efni, ef það stendur í valdi þess. Loks væri mikilsvert fyrir framtíð ritsins, að fá óskir lesendanna og umsagnir um það. Mun verða reynt að taka þær til greina svo sem unnt er. Ritstjórinn.

x

Heimili og skóli

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.