Heimili og skóli - 01.10.1942, Qupperneq 14

Heimili og skóli - 01.10.1942, Qupperneq 14
76 HEIMILI OG SKÓLI HANNES J. MAGNUSSON: Nokkrir þættir um uppeldi og aga i. Horft um öxl. Það hafa mörg og athyglisverð tíð- indi gerzt í uppeldismálum okkar nú hina síðustu áratugi, og má skipta þeirri þróun, er þar hefir átt sér stað, í tvo höfuðþætti. Ber þar fyrst að nefna hina sjálfráðu þróun með fjölg- un skóla og kennara, breyttum og bættum uppeldis- og kennsluháttum, og greiðari aðgangi alls þorra æsku- lýðsins að menntastofnunum þjóðar- innar. I öðru lagi er svo hin ósjálf- ráða þróun, er að nokkru hefur mótazt af áhrifum að utan og að hinu leytinu af breyttum atvinnuháttum og lífs- venjum þjóðarinnar. Tuttugasta öldin hefur verið öld skólanna og fræðslunnar, og í því efni hefur hún komið eins og hressandi vorregn og svalað náms og þekking- Heilbrigðiseftirlit í barnaskólum er ekki í svo góðu lagi sem skyldi. Var því samþykkt áskorun til Alþingis um að samþykkja frumvarp það til laga um skóla- og íþróttayfirlækni, sem flutt var á síðasta Alþingi, að tilhlut- un landlæknis. Að lokum var rætt um framkvæmd kennslueftirlitsins á næsta vetri. Má telja víst, að þar sem riámsstjórarnir hafa borið saman ráð sín eftir þá reynslu, sem þegar er fengin og ráðg- ast um tilhögun starfsins, þá megi vænta enn betri árangurs af starfi þeirra framvegis. arþorsta fjölda æskumanna, sem áður voru dæmdir til að lifa andlegu hungri vegna þess, að þá voru fátæk- um æskumönnum flestar leiðir lok- aðar til náms. Það má telja, að þessi heilbrigða ,þróun fræðslumálanna hefjist með fræðslulögunum árið 1907. Þá stóð íslenzk heimilismenning enn á göml- um og haldgóðum grunni, og með hinum ungu skólum runnu nýjar stoðir undir þjóðaruppeldið, er buðu heimilunum fræðslu og þekkingu. Þetta var allt eins og það átti að vera. En svo kemur heimsstyrjöldin 1914— 18 og setur heiminn úr jafnvægi. Stríðsgróðinn stígur mönnum til höf- uðsins. Það verður atvinnubylting í landinu og talsvert stór hluti þjóðar- innar slitnar upp með rótum. 20. öld- in, sem byrjaði með svo mörgum von- um og fyrirheitum, verður að vísu öld þekkingar og stórkostlegra framfara, en einnig öld upplausnar og rótleysis, og með því er ef til vill sögð hennar mesta harmsaga. Sumum hefir hætt við að setja þetta tvennt í samband hvað við annað, skólana og upplausnina, en slíkt er hvorki af þekkingu eða sanngirni mælt. Réttara væri að segja, að þrátt fyrir starf skólanna hafi skapazt upp- eldisleg vandamál, sem við ráðum nú tæplega við. Hefði sú þróun, sem lagður var grundvöllur undir með fræðslulögunum 1907, og öðrum svip- uðum menningarskrefum, fengið að rM

x

Heimili og skóli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.