Heimili og skóli - 01.10.1942, Qupperneq 15
HEIMILI OG SKÓLI
77
halda áfram, þyrftu nú færri að hafa
áhyggjur af uppeldi sona sinna og
dætra, en raun er á.
Því miður hafa ný og óboðin öfl
truflað þessa þróun, og oft reynzt
sterkari okkar ungu og óreyndu skól-
um. Og þegar svo ber við, að á sama
tíma bresta fleiri og fleiri stoðir í
þeim stofnunum, sem í meir en þús-
und ár höfðu verið einar um uppefdi
þjóðarinnar, en það eru heimilin, þá
er ekki að furða þótt eittlivað beri af
leið í þessum efnum.
II.
Böndin losna.
Það, sem einkum einkennir hina
síðustu áratugi, og þó sérstaklega eftir
heimsstyrjöldina, er krafan um aukið
frelsi á öllum sviðum. Þessi djarfa og
frjálsmannlega krafa 20. aldarinnar
hefir verið hennar mesti styrkleiki og
veikleiki í senn. í krafti frelsisins hafa
unnir verið hinir stærstu menningar-
sigrar afdarinnar. í skjóli þess hefir
allt það glæsilegasta, sem 20. öfdin
á, vaxið og dafnað. í skjóli frelsisins
hefir karlssonurinn kornizt til mann-
virðinga og kolbíturinn úr óskustónni
orðið manndóms- og atgervismaður.
En í nafni þess hefir einnig verið iif-
að lífi, sem leiðir til úrkynjunar og
menningarsjúkdóma. Frelsið hefir
ekki aðeins verið notað til að byggja
upp verðmæti, heldur einnig tif að
rífa niður. Það hefir verið lifað við
nokkurs konar ofnautn frelsis, og sér-
staklega kemur það greinilega fram í
uppeldi æskunnar hina síðustu ára-
tugi.
Það hefir verið unnið að því sleitu-
laust undanfarna áratugi, að höggva
o 7 oo
á gamla fjötra, vega að gömlum hleypi-
dómum, sem máttu og áttu að hverfa.
En því miður hafa sumar hinar
grænu greinar orðið kafkvistunum
samferða. Það hefir losnað um öll
bönd, jafnt þau, sem mátti leysa, og
hin, sem ekki mátti leysa. Atthaga-
böndin hafa rofnað. Aflur þorri
manna hefir slitnað úr sambandi við
kirkjuna, og stundum, að því er virð-
ist, kristindóminn sjálfan, þótt slíkt
þurfi ekki ætíð að fylgjast að. Bönd
þau,sembinda menn við heimilið, eru
nú slitrur einar. Jafnvef þau bönd,
sem binda saman karf og konu eru nú
miklu ótraustari en áður, en því meir
aftur mælt með hinum frjáfsu ástum.
Svona mætti lengi telja, til þess að
sýna fram á, hvers konar andrúmsloft
það er, sem æska nútímans elst upp
við.
Þegar þessar frelsishreyfingar ruddu
sér til rúms fyrst, vöktu þær að von-
um mikla hrifningu, einkum meðaf
æskunnar, því að frelsi til að vaxa,
eins og hverjum er áskapað, er ein hin
mesta náðargjöf lífsins, en það er tví-
eggjað vopn, og í óvita höndum er
það hættulegt eggjárn, ef ekki er
jafnframt stundað að rækta mannvit,
mannkosti og viljaþrek. Þessi bless-
aða náðargjöf 20. aldarinnar, sent orð-
ið hefir menningu hennar bæði sól og
dögg, hefir, því miður, einnig orðið
til að blanda galli í þann bikar, sem
synir okkar og dætur eiga að teyga af
hin næstu ár.
Það er því óhjákvæmileg nauðsyn
fyrir alla uppalendur að endurskoða
afstöðu sína til þess frelsis, sem ríkt
hefir undanfarna áratugi. Gera sér
grein fyrir hvað er frelsi og hvað er