Heimili og skóli - 01.10.1942, Page 16
78
HEIMILI OG SKÓLI
ófrelsi. Frelsi til að gera rangt á ekki
skilið að nefnast frelsi. Og misnotk-
un frelsisins er ekki aðeins hættuleg
einkalífi manna, heldur er hún hið
mesta vatn á myllu einræðis og kúg-
unarafla þjóðfélagsins, og hefir á öll-
um öldum orðið til þess, að einstakl-
ingar og þjóðir hafa glatað frelsinu í
stað þess að fá að njóta þess. Þarna,
sem víðar, ríkja lögmál. Hin refsandi
hönd lífsins tekur þá hluti af heimsk-
ingjanum, sem hann kann ekki með
að fara.
III.
Krafan um meira frelsi fór ekki
heldur fram hjá skólunum. En hún
kom þar aðeins sem eðlilegt svar við
lrinum gamla, skilningslausa og kalda
aga. Þessu var þó ekki til að dreifa
hér, vegna þess hve skólar vorir eru
ungir. Þessi krafa lieimtaði meiri
birtu og hlýju inn í skólastarfið, meiri
sálfræðilega þekkingu á barnseðlinu,
og um fram allt meira frelsi og oln-
bogarými. Vöndurinn hvarf, og sá
skilningur á barnseðlinu, sem var í
ætt við hann þokaði fyrir frjálsmann-
legri viðhorfum. En einnig hér varð
erfitt að nema staðar á hinum rétta
stað. Þó má fullyrða, að krafan um
frelsið hafi aldrei leitt til neinna öfga
í íslenzkum skólum. En til voru þeir
erlendir skólamenn, sem héldu því
fram, að fullkominn og góður skóli
væri aðeins sá, er gæfi börnunum
óskorað frelsi til að ráða sér sjálf. —
Kennarinn átti að hverfa í skuggann.
Það átti aðeins að gefa börnunum kost
á nægilegum verkefnum, en hitt átti
að koma af sjálfu sér. Slíkir skólar
voru stofnaðir og starfræktir á nokkr-
nm stöðum á Norðurlöndum og víð-
ar, en enduðu margir hverjir með full-
kominni upplausn, svo að loknm stóð
kennarinn einn nppi í skólanum,
nemendurnir hurfu þaðan fyrir fullt
og allt.
Enginn skyldi þó ætla, að með þessu
sé verið að gefa í skyn, að þululærdóm
og yfirheyrzlur beri að taka fram yfir
hið þroskandi sjálfsnám, því sjálf-
stæðari sem börnin geta orðið í starfi
sínu, því betra. En þarna, sem víðar,
verður að þræða hinn gullna meðal-
veg. Hin leiðandi hönd kennarans
verður alltaf að standa á bak við at-
hafnafrelsi nemendanna, hvort sem
það er rúmt eða þröngt.
Það er oft á það bent, að þeir skól-
ar séu fullkomnastir, sem búi nem-
endur sína bezt undir lífið, séu í sem
beztu samræmi við lífið sjálft. En við
lifum ekki, og getum ekki lifað, í
heimi með óskoruðu frelsi. Aðeins
hinir frumstæðustu kynflokkar jarð-
arinnar þekkja slíkan heim. í siðuðu
þjóðfélagi ríkja óteljandi lög og regl-
ur, sem við verðum að hlýða. Er það
þá ekki skylda heimilanna og skól-
anna að búa börnin undir að lifa í
slíkum heimi? Jú, og því fyrr sem þau
læra að virða lög og reglur þessara
stofnana og lifa eftir þeim, því betra.
Lífið á að vera sífelld þjálfun, sífelld-
ur sjálfsagi, sífellt verður maður að
láta eitthvað á móti sér, og uppeldi,
sem gengur fram hjá þessum stað-
reyndum, er ekki gott uppeldi, ekki í
samræmi við hið komandi líf.
(Framhald).