Heimili og skóli - 01.10.1942, Qupperneq 17
HEIMILI OG SKOLI
79
Úp ýmsum
áttixm
„Menntamál“.
Fyrir nokkru er komið út janúar-ágúst-
hefti Menntamála, fjölbreytt og læsilegt að
vanda.
Helztu greinar ritsins eru þessar:
Jakob Kristinsson, fræðslumálastjóri, sex-
tugur og grein um handíðaskólann, báðar
eftir ritstjórann, Gunnar M. Magnúss. —
Námsstjórarnir og störf þeirra. — Eru
landsprófin að spilla lestrarkunnáttunni?
eftir Hannes J. Magnússon. — Dómarnir
um börnin, eftir Margréti Jónsdóttur. —
Grein um bandalag starfsmanna ríkis og
bæja, eftir ritstjórann. — „Með lögum skal
land byggja", eftir Hannes J. Magnússon. —
Innanlands námsferðir kennara, eftir
Marinó L. Stefánsson. — Islenzkar náms-
bækur, eftir Hlöðver Siigurðsson. — Ungl-
ingareglan, eftir Hannes J. Magnússon og
ýmsar smærri greinar og fréttir.
Sérstök athygli skal vakin á grein Mar-
grétar Jónsdóttur: Dómarnir um börnin. —
Ritið er mjög vandað að öllum frágangi.
Prestar, kennarar og leikmenn
talast við.
Dagana 13.—15. sept. var haldið á Ak-
ureyri mót nokkurra áhugamanna um upp-
eldis- oig kristindómsmál. Mót þetta sóttu
11 prestar, 20 kennarar og 13 leikmenn,
úr Skagafjarðar-, Eyjafjarðar- og Þingeyj-
arsýslum.
Þessir menn fluttu inngangserindi:
Sr. Benjamín Kristjánsson.
Sr. Friðrik A. Friðriksson.
Pétur Sigurðsson, erindreki.
Sr. Friðrik J. Rafnar, vígslubiskup.
Snorri Sigfússon, skólastjóri.
Aðalumræðuefni mótsins var upplausn
sú, sem nú ríkir í menningarlífi voru, og
hvernig uppalendum og uppeldisstofnunum
þjóðarinnar bæri að snúast við henni. Um
tvennt virtust allir sammála: Að rík nauð-
syn væri á náinni samvinnu heimila, skóla
og kirkju um uppeldis- 0(g kristindómsmál-
in, og í öðru lagi, að sjaldan eða aldrei
hafi verið meiri þörf en nú á áhrifum
kristindómsins inn í menningarlíf þjóðar-
innar og allar stofnanir hennar.
Þessi tilraun í þá átt að koma á meiri
samvinnu á milli presta, kennara og leik-
manna, tókst vel, og er ætlazt til þess, að
þetta verði aðeins upphaf meiri og víðtæk-
ari samvinnu þessara aðila. Þarna var góð-
ur andi og gott að vera, og við skulum vona,
að þarna sé eitthvað að lifna og gróa, sem
orðið getur uppeldis- og menningarmálum
vorum til styrktar og blessunar.
Kennaranámsskeið.
Dagana 1.—10. okt. var haldið kennara-
námsskeið á Akureyri að tilhlutun fræðslu-
málastjórnarinnar, og sóttu það um 60
kennarar víðs vegar af Norðurlandi. Aðal-
námsgreinin á námsskeiði þessu var móð-
urmálid,. Björn Guðfinnsson, lektor, einn
hinn lærðasti málfræðingur þessa lands, og
Þorsteinn Einarsson, íþróttafulltrúi ríkis-
ins, voru aðalkennarar námsskeiðsins. —
Hinn fyrrnefndi kenndi málfræði, setninga-
fræði og stafsetningu, en Þorsteinn Einars-
son kenndi einfaldar skólaíþróttir, leiki,
bæði úti og inni, lífgunaræfingar o. fl. —
Friðrik Hjartar, skólastjóri, leiðbeindi einn-
ig í stafsetningarkennslu, og Marínó L.
Stefánsson kenndi töfluteikningar og leið-
beindi við almenna teiknikennslu.
Námsskeið þetta tókst ágætlega, og mun
öllum hafa fundizt þessum 10 dögum vel
varið. Snorri Sigfússon, skólastjóri, stjórn-
aði námsskeiðinu.
Hvenær verður haldið námsskeið fyrir
íslenzka foreldra?
Samband norðlenzkra kennara.
í sambandi við áðurnefnt námsskeið var
stofnað Samband norölenzkra kennara, sem
er aðallega ætlað það hlutverk að vera
kynningar- pg menningarsamband. Er ætl-
azt til ,að það beiti sér fyrir námsskeiðum,
sýningum, umræðufundum um uppeldis-
og skólamál, svo og öðru því, er uppeldis-