Heimili og skóli - 01.12.1947, Side 4
110
HEIMILI OG SKÓLI
Hvers vegna? Er það vegna þess, að
ég og þú megum þá vænta einhverrar
góðrar gjafar? Eða er það vegna þess,
að mennirnir taki þá, fremur en
endranær, vitringana frá Austurlönd-
um sér til fyrirmyndar, gefi gjafir og
veiti um leið lotningu því helgasta og
hæsta, sem mannshugurinn þekkir.
Miklu frekar myndi það vera svo.
Allir menn forðast myrkrið eftir
föngum, hvort sem það sækir að hug-
anum eða það leitar ríkis úti í náttúr-
unni. Þá er óumræði'lega fagnaðarríkt
að minnast hans, sem fæddist á jólun-
um, fullkomnasta og bezta mannsins,
sem starfað hefur á þessari jörð, Jesú
Krist. Hann kveikti það ljós, sem
vermir betur og lýsir meira öllum öðr-
um, ljós kærleikans.
íslenzka þjóðin hefur verið þraut-
pínd á ýmsum tímum. Hún hefur
stundum búið við kulda, klæðleysi,
matarskort og myrkur. Ef til villlagðist
myrkrið stundum þyngra á hana en
allt hitt til samans. Þegar myrkrið var
mest, lagðist kvíðinn og vonleysið á
með heljarþunga. Þá virtust flest sund
lokuð. En höfundur lífsins kveikti ljós-
ið, sem lýsti mönnunum. Lengri sólar-
gangur vakti vissu um það, að senn
væri sumarið í nánd, blessað sumarið,
sem dreifði hörmum vetrarins. En
Betlehemsstjarnan boðaði þó enn
meiri fögnuð, fyrirheit ,um nýjan og
betri heim. Hvílík blessun fyrir þjak-
aða og þrautpínda þjóð.
Nú teljum við þjóð okkar standa á
grænni grund. En guð einn veit, hvar
hún er stödd. í velgengni sinni virð-
ast sumir menn hafa gleymt guði sín-
um. Hvers er þeim vant, þegar þeir
eiga hlý, rúmgóð og björt húsakynni,
Jólakiukkur.
Jólaklukkurnar kalla
hvellum hreim.
Hljómar þessir gjalla
um allan heim.
Omar þessir berast
yfir stærstu höf,
upp til jökulfrera,
niður í dýpstu gröf.
Jólaklukkur kalla,
kalla enn,
koma biðja alla,
alla menn,
boða jólafriðinn
um flóð og láð:
Friður sé með yður
og drottins náð.
Ö. A.
nógan mat og drykk, heilbrigði o. s.
frv.? En allt verður þetta fánýtt, ef
jólastjarnan frá Betlehem lýsir þeim
ekki leið.
Á jólunum eiga ýmsir um sárt að
binda. Þú, sem þessi orð heyrir, liggur
ef til vill sjúkur og sárþjáður, sviptur
allri von. Ef til vill er vinur þinn eða
vandamaður horfinn fyrir stuttu yfir
hafið mikla. En jólahátíðin getur orð-
ið fagnaðarhátíð þeirra, eins og ann-
arra, sem um sárt eiga að binda. Krist-
ur, jólabarnið, veitti þeim sjúku og
sorgmæddu svo undursamlega fagnað-
arríkt fyrirheit:
„Komið til mín allir þér, sem erfið-
ið og þunga eruð hlaðnir, og ég mun
veita yður hvíld.“
í nafni hans bjóða kristnir menn
hver öðrum
GLEÐILEG JÓL!