Heimili og skóli - 01.12.1947, Side 8

Heimili og skóli - 01.12.1947, Side 8
120 HEIMILI OG SKÖLI I.itlir skiðamenn. ans, sem það ber á vissan hátt virðingu fyrir, og beygir sig smátt og smátt fyr- ir hinum réttlátu boðum og bönnium. Þetta frelsi í uppeldinu skilja ekki sumir uppalendur, en óttast sífellt, að börn, sem fá að ráða gjörðum sínum að meira eða rninna leyti, verði óþæg og óhlýðin. Hitt er svo annað mál, að það sjálfræði, sem leyfir börnunum allt og leggur engar hömlur á þau, á ekkert skylt við hið sanna frelsi í upp- eldinu. í lítilli bók, sem nefnist „Barnets Verden“, segir höfundurinn, Jens Sigsgaard, á einum stað: „Það er sjálf- sagt rétt, að það er mikilvægara á upp- vaxtarárunum að laga umhverfið eftir börnunum en börnin eftir umhverf- in,u.“ Þetta ER vafalaust rétt. Með því að laga umhverfið eftir börnunum felst mikilvæg tilraun til að koma í veg fyrir árekstra á mótþróaskeiðinu. Það umhverfi er hættulegt, sem æpir að barninu: Þú mátt ekki! Og detta mér þá í hug fínu stofurnar, sem eru allt of fínar fyrir börn, fallegu skrúð- gaiðarnir, sem eru of fallegir fyrir börnin, svo að þau verða annað hvort að halda sig á götunni eða í forsæl- unni að húsabaki. Þess vegna er það, að börn, sem hafa sérstakar leikstofur, þar sem þau mega ráða sér sjálf, hafa athafnafrelsi og næg viðfangsefni, verða rólynd og hugsandi. Ef þessi börn mæta skilningi, kærleika og hæfi- legu frelsi, misnota þau ekki vilja sinn, heldur laga sig smátt og smátt af fús- um hug eftir umhverfi sínu og verða góðir þegnar í heimili ,skóla og þjóð- félagi. „Oþægðin“ svokallaða er ekkert annað en einhver árekstur við umhverfið. Ef barninu er fengið um- Iiverfi, sem fullnægir starfslöngun þess og hreyfiþörf, í stað þess að það verður að hreyfa sig og búa í nábýli við fína dúka á hverju borði, kristals- vasa og bókaskápa, mun „óþægðin“ gufa upp. Mótþróaskeiðið er því aðeins hættu- legt, að við erfiðleikum þess sé brugð-

x

Heimili og skóli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.