Heimili og skóli - 01.12.1947, Side 19
HEIMILI OG SKÖLI
131
Vikivakaflokkur barnaslúkunnar Eyrarrósar i Siglufirði.
myndi varla þora inn til þeirra, ekki í
hugskot þeirra sjálfra og ekki í skól-
ann, því að þau hefðu vígt sig guði
strax að morgni, með því að ákalla
hann og biðja hann um hjálp. Og svo
væri gaman að vita til þess, að kl. 9 að
morgni væri þetta vers alls staðar sung-
ið í hverjum skóla, og þau væru þvi
þátttakendur í stórum kór, þótt þau
sæju hann ekki. Þetta hefur örvað þau,
og þaú hafa sýnt mikinn dugnað við að
læra lagið, og þar sem kennarinn getur
ekki sungið, ætluðu þau sjálf að velja
sér forsöngvara úr sínum hópi. — Það
væri ánægjulegt, ef hægt væri að gera
eitthvað slíkt að fastri, ófrávíkjanlegri
reglu. Föst regla og fögur regla er upp-
eldislegur ávinningur. Og ekkert barn
myndi nokkurn tíma gleyma morgun-
versi, sem það syngi á hverjum morgni
í rnargar vikur. — Gerum þetta að
fastri reglu í vetur.
Sn. S.
Athyglisverð bók
Fósturdóttir úlfanna eftir pró-
fessor Amold Gesell. Steingrím-
ur Arason íslenzkaði. — Bóka-
verzlun ísafoldar gaf út.
Heimili og skóla hefur borizt of-
annefnd bók, sem greinir frá hinum
einkennilegustu atburðum, er gerst
hafa á síðari tímum.
Bókin hefst á ágætum formála þýð-