Heimili og skóli - 01.12.1947, Blaðsíða 14

Heimili og skóli - 01.12.1947, Blaðsíða 14
126 HEIMILI OG SKÖLl Ólafur Gunnarsson: Skólðmál Kaupmannðhafnar Sérbekkir. 1 stórborg, eins og Kaupmannahöfn, hlýtur fjöldi barna alltaf að verða aft- ur úr öllum fjöldanum, bæði hvað greind, námshæfileika og hegðun snertir. Margar leiðir eru reyndar til þess að hjálpa þessum börnum, eftir því sem unnt er. Börn, sem ekki geta fylgzt með í venjulegum barnaskólabekk, geta orð- ið „eftirlegukindur“ í sama bekknum næsta ár. Þetta er algengast í fyrsta bekk, þannig, að barn, sem hefði átt að ganga í 2. bekk, hefur nám í 1. bekk á nýjan leik. Oft reynist þessi ráðstöfun nægileg til þess að fleyta barninu gegnum barnaskólann, án frekari að- gerða, einkum, ef barnið hefur komið of ungt (rúml. 6 ára) í skóla. I nokkrum skólum eru svokallaðir upprifjunarbekkir (Repititionsklass- er). Námsgreinarnar eru þær sömu og í venjulegum bekkjum, en tala nem- enda í hverjum bekk er aðeins 15 að meðaltali, og kennararnir eru óháðari hinum ákveðnu kröfum fræðslumála- stjórnarinnar en ella. Upprifjunar- bekkirnir eru sérstaklega hagkvæmir honum fannst. Svo vafði hann grönnu handleg'gjun'um um háls móður sinn- ar, kom með munninn alveg að eyra henni og hvíslaði lágt: „Það er mamma." börnum, sem orðið hafa aftur úr, sök- um veikinda, eða annarra ófyrirsjáan- legra orsaka, en mjög gáfnatreg börn eiga þar ekki heima. Hjálparbekkir. Gáfnatregu börnunum hefur þó engan veginn verið gleymt, er,u þeim ætlaðir sérstakir hjálparbekkir (Hjælpeklasser). Börnin, sem ganga í þessa bekki, eru mitt á milli fávita og fullvita. Greindarkvöti þeirra flestra er 70—85 stig, en meðalgreind er, sem kunnugt er, miðuð við 100. í hjálparbekkjunumier aðaláherzlan lögð á lestrarkennslu. Móðurmáls- kennslunni eru ætlaðar 10 kennslu- stundir á viku og smíðum og handa- vinnu 6 kennslustundir, en aðeins 2— 5 í venjulegum bekkjum. Námsgrein- unum: sögu, landafræði og náttúru- fræði eru aðeins ætlaðar 3 stundir á viku„ enda er alveg vonlaust að kenna börnum þessara bekkja slíkar náms- greinar. Hinn 31. des 1942 voru 72 hjálpar- bekkir í Höfn með 15 nemendum að meðaltali í hverjum. Oftast eru hjálparbekkjabörnin lægri vexti og óhraustari en venjuleg börn. Lestrarbekkir. Handa börnum, sem eiga sérstak- lega erfitt með að læra að lesa, eru

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.