Heimili og skóli - 01.12.1947, Side 11

Heimili og skóli - 01.12.1947, Side 11
HF.IMILI OG SKÓLI 123 fram úr á sviði atvinnulffs og félags- mála, eða jafnvel flestir þeirra, korni frá styttra námi og færri prófum. Þetta er íhugunarefni fyrir okkur, þar eð svo virðist sem við ætlum að eignast fleiri langskólamenn að tiltölu en nokkur önnur þjóð hér nærlendis. Og vissulega væri ástæða til að hugsa sig svolítið um, áður en fjölgað er menntaskólunum um helming eða meir, því að með slíku yrðu fleiri og fleiri lokkaðir til langskólanáms, miklu fleiri en þangað ættu nokkurt erindi. Hina síðustu áratugi hafa eiginleg próf smátt og smátt verið að gufa upp úr barnaskólum Norðurlanda. Víða er það nú lagt á vald skólanefnda, að hve miklu leyti á að prófa, og venjulega er eitthvert próf í móðurmáli og reikn- ingi látið duga, og sjá kennarar um það. Það er allt og sumt. Og þegar börnin fara úr skólanum, fá þau sinn samansafnaða vitnisburð, sem skólinn lætur þeim í té fyrir alla frammistöð- una, ekki aðeins við námið sjálft, held- ur og ekki síður fyrir f-ramkomuna, hvernig þau reyndust við störf og í fé- lagsskap þessi ár, sem skólinn hafði þau, og svo er máske álit skólans á því látið fylgja, hvort heppilegtsé.aðbarn- ið haldi áfram námi og þá hvaða námi, og á islíkt að vera leiðbeining til for- eldra þess. En öll þessi fyrirgift er ekki táknað með tölum, heldur orðum, og eru stig- in venjulega 4 (ágætt, gott, sæmilegt, lélegt, eða eitthvað slíkt) og verða því jöfnu hóparnir mannmargir og sam- anburðurinn ekki eins tilfinnanlegur og sár og þar, sem þessar svokölluðu hárnákvæmu tölur tala, oft miskunn- arlaust og ranglátlega, þegar dýpra er skyggnst í málin. Fyrsta simasambandið.

x

Heimili og skóli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.