Heimili og skóli - 01.03.1948, Page 6
2
HEIMILI OG SKÓLI
EIRIKUR SIGURÐSSON: '
Sögukennslan í barnaskólunum
Rannsóknir C. P. O. Christiansen, skólastióra.
Danskir lýðháskólar og grundtvigsk-
ir frískólar fyrir börn hafa ótrú á próf-
um og stagli, en leggja mikla áherzlu á
lifandi frásögn, til að vekja áhuga nem-
enda á efninu. Tvær námsgreinar telja
þeir mikilvægastar í uppeldinu: Krist-
indómsfræðsluna og þjóðarsöguna. —
Þessar námsgreinar nefna þeir and-
legu fögin. Telja danskir lýðháskóla-
menn það fjarstæðu að kenna börnum
kver eða gjöra þessar námsgreinar að
þurrum minnisatriðum með prófum.
En séu börnunum sagðar fagrar og
göfgandi sögur úr biblíusögum og
sögu ættjarðarinnar, finnist ekki betra
vegna, því að svo lágt hefur áskriftar-
gjaldið verið, en reynt verður þó að
halda verði þess óbreyttu fyrst um
sinn — kr. 10.00 — og mun Heirnili og
skóla því vera eitt hið ódýrasta tímarit
landsins. En sú er von okkar, að kostn-
aðurinn við þessa stœkkun vinnist uþþ
með auknum kauþendafjölda á næsta
ári. Er nú heitið á alla vini og velunn-
ara ritsins að afla þvi nýrra áskrifenda.
Ef hver kaupandi útvegar einn nýjan
til jafnaðar, myndi verða hcegt að gera
ritið enn betur úr garði, t. d. með
fleiri myndum. Við og við eru að ber-
ast bréf frá ýmsum óþekktum velunn-
urum utan af landi, sem óbeðið hafa
tekið að sér að safna áskrifendum, og
skal þeim öllum þakkað hér í eitiu lagi.
En um leið er óskað eftir fleiri slikum
efni til að glæða göfugar tilfinningar í
brjóstum þeirra.
Fyrir nokkrum árum gerði danski
lýðháskólastjórinn C. P. O. Christan-
sen athugun á því, hvernig minningar
dönsk börn hefðu um sögukennsluna
í barnaskólunum. Þegar unglingarnir
komu til hans í skólann, lét hann þá
gera stíl um þetta efni. Niðurstöður af
þessum rannsóknum birti hann í
danska blaðinu ,,Folkeskolen“ 1939,
og gerði sjálfur ýmsar tillögur til um-
bóta í þessu efni. Hér verður lauslega
skýrt frá efni þessarar greinar.
I byrjun greinarinnar farast honum
svo orð:
sjálfboðaliðum, sérstaklega í sveitum
landsins.
Með þessu hefti fylgir áskriftarseðill,
sem þú, kœri lesandi ,ert beðinn að
sýna kunningja þinum, ef hann skyldi
vilja gerast áskrifandi. Þess skal um
leið getið, að nýir kaupendur fá siðasta
árgang ókeypis, á meðan upplagið end-
ist. — Foreldrar og kennarar eiga að
hjálpast að því að gera Heimili og
skóla að útbreiddu tímariti, fjöl-
breyttu að efni og vönduðu að frá-
gangi. Þakka ég svo öllum kauþendum
og útsölumönnum fyrir gerðan greiða
og góða samvinnu, og óska þeim öllum
árs og friðar.
F. h. útgáfustjórnar.
H. J. M.