Heimili og skóli - 01.03.1948, Page 25
HEIMILI OG SKÖLl
21
Ritst jóraspjal I
Vitið þér það, foreldrar?
Svo bar við á öndverðum þessum vetri, að
við skóla einn komst það upp, að allmörg
börn, eða nánar tiltekið 12 börn, öll úr sania
bæjarhverfinu, voru farin að reykja og höfðu
þá gert það nokkrum sinnum. Börn Jtessi
voru á aldrinum 7—12 ára. Aðspurð kváðust
þau hafa fengið vindlingana með ýmsu móti.
Sum höfðu verið kvött til reykinganna af pilt-
um a milli fermingar og tvítugs, og höfðu
þau fengið tóbakið hjá þeim. Önnur höfðu
tekið vindlingana heima hjá sér, einstaka
höfðu tekið þá í búðum, og kváðust vera
send í búðir til að kaupa fyrir fullorðna fólk-
ið. Svo mörg eru Jtau orð.
Væntanlega verður ekki meira af reyking-
um þessara barna í bili, eftir að skóli og heim-
ili hafa tekið þarna fast í strenginn. En hve
lengi verður það?
Þetta þykja nú væntanlega ekki mikil tíð-
indi og naumast eyðandi á þau hinni dýr-
mætu prentsvertu, en fyrir uppeldi og fram-
tíðarheill litlu barnanna okkar eru Jjetta
mikil tíðindi og ill, því að hér er um það að
ræða, að reykingatízkan, reykingahættan er
alltaf að færast neðar og neðar í aldursstiga
þjóðfélagsins.
Eg veit ekki, hvort nokkur verður til þess
að hrökkva við gagnvart þessari staðreynd,
en vel mætti þetta verða alvarlegt íhugunar-
efni öllum þeim, sem ábyrgð bera á upp-
eldi barna og unglinga, og þá ekki sízt þeim,
sem þyngsta ábyrgðina bera, foreldrunum.
En hvers er að vænta, þegar börnin fæðast
í tóbaksreyk og alast upp í tóbaksreyk? Hvers
er að vænta, þegar bæði feður og mæður
reykja. Já, hvers er að vænta, þegar reykinga-
tízkan er svo sterk, að sá þykir varla maður
með mönnum, sem ekki þjónar þessari tízku.
Og hvernig ætla slíkir uppalendur að fara
að því að fræða börn sín um skaðsemi þess-
arar eiturnautnar? Verður ekki úr því blá-
köld hræsni og tilgangsleysi?
Hér verður ekki rædd sú hætta, sem böru-
um og unglingum stafar af tóbaksreykingum,
en kennarar eru fljótir að koma auga á þá
drengi í skólum sínum, sem farnir eru að
reykja. Áhrif tóbaksnautnarinnar á siðferði
þeirra og námsgetu leynir sér aldrei lengi.
Hér er því sannarlega á ferðinni hætta, sem
boðar úrkynjun.
Foreldrar! Eruð þér allir viðbúnir að mæta
þeirri hættu? '
Sunnudagaskóli.
Það er vissulega ástæða til að fagna hverri
nýrri aðstoð, sem lieimili og skólar fá við
trúar- og siðgæðisuppeldi þeirra barna, sem
þessar stofnanir eiga að móta, því að svo
mjög veltur gifta vor í framtíðinni á því, að
þessir þættir uppeldisins takist vel. Það fer
heldur ekki illa á því, að þessi aðstoð komi
frá kirkjunni, sem hefur lagt ómetanlegan
skerf til þessa uppeldisþáttar á liðnum öld-
um, þótt mörgum vinum hennar þyki það
framlag, er hún nú leggur til mótunar æsk-
unnar, minna en æskilegt væri. En því geri
ég þetta að umtalsefni hér, að hinn ungi og
áhugasami prestur, séra Pétur Sigurgeirsson
á Akureyri, hefur sýnt alveg óvenjulegan
dugnað og áhuga við að koma á fót sunnu-
dagaskóla og orðið ágengt eftir því. Síðan
þessi starfsemi hófst á öndverðum vetri, hefur
hann fyllt hina stóru kirkju af börnum 7—14
ára, nálega hvern sunnudag. Auk þess hefur
hann haft sérstaka deild fyrir 5—7 ára börn
annars staðar. Það er ekki heiglum hent að
láta svo stórar samkomur ná tilgangi sínum,
að hafa trúarleg áhrif á börnin, en þar virð-
ist hann, með ágætu skipulagi og lipurð, vera
að sigrast á hinum óhjákvæmilegu byrjunar-
örðugleikum. Og eitt er víst: Öllum börnum
þykir vænt um þennan unga og elskulega
prest. Hann er einn af þeim, sem sigrar
hjörtu hinna ungu. Erfiðast er að skapa
kyrrð og lotningu meðal þessa fjölda á óliku
þroskastigi, en ég hef ástæðu til að vona, að
þetta takist smátt og smátt, ef hann fær að
sinna þessu starfi áfram. Þarna hefur hann
farið þá skynsamlegu og „pædagogisku“ leið
að nota sér lijálp liinna eldri barna, en um
leið vinnur hann þau til fylgis við starfið.