Heimili og skóli - 01.03.1948, Blaðsíða 28
24
HEIMILI OG SKÓLI
eins eftirsóknarverðari. Hér er til einhvers
að vinna. Áfengið er eitt af dýrmætustu sér-
réttindum fullorðna fólksins. Unglingurinn
hikar því sjaldnast við þetta spor. Hann
miklast af sjálfræði sínu, sem sýnilegt verður
í þessum vafasama verknaði, heldur fram
jafnrétti sínu við fullorðna, sem nú verður
ekki lengur dregið í efa. Afleiðingarnar
liggja honum í léttu rúmi. Hvers vegna skyldi
hann fremur óttast þær en faðir lians og afi
og svo fjölmargir aðrir fullorðnir, sem hann
þekkir?
Unglingurinn vill tolla í tízkunni. Ef at-
orka, ráðdeild og sparsemi tíðkast með þjóð-
inni, virðast honum þessi mæti eftirsóknar-
verð, séu hins vegar hóglífi, léttúð og sóun
cfst á baugi, lætur hann glepjast af þeim. Því
getur það valdið þjóðarböli, ef sii stétt, sem
mest hefur fjárráðin, leggst í óhóf og sællífi.
„Hvað höfðingjarnir hafast að, hinir meina
sér leyfist það.“
----Af þessu má öllum þeim, sem um upp-
eldi hugsa, vera ljóst, að ekki tjóar að herða
á aga og umvöndunum, nema bak við standi
einlægur vilji menntgjafans að raunhæfa í
eigin líferni þær siðgæðisliugsjónir, sem hann
beinir hug æskunnar að.--------
Margir áskrifendur
Heimilis og skola vilja gjarnan fá ritið frá
upphafi, en því miður er 1. hefti 1. árgangs
uppselt fyrir löngu. Ef einhverjir, sem ekki
halda ritinu saman, vildu selja þetta hefti,
vill Heimili og skóli gjarnan kaupa það, og
greiðir kr. 10.00 fyrir hvert hefti.
„Bókmennta saga”
Nýlega sá ég í skóla skemmtilega byrjun á
því, að börnin búi sér til eins konar bók-
menntasögu. Raunar er þetta ekki nýlunda
og var ekki hugsað sem heildarverk, en auð-
sætt er, að hægt mundi að gera það þannig
úr garði, að svo yrði.
Eg á við það, að í staðinn fyrir að taka
eitt og eitt skáld, líma inn í vinnubók mynd
af því, eða teikna hana, skrifa eitthvað svo-
lítið urn ævi þess, og rita svo niður örlítið
r ■— —?
HEIMILI OG SKÓLI
Tímarit um uppeldismál
Útgefandi: Kennarafélag Eyjafjarðar
Ritið kemur út i 6 heftum á ári, minnst
24 síður hvert hefti, og kostar árg. kr.
10.00, er greiðist fyrir 1. júní.
Útgáfustjóm:
Snorri Sigfússon, námsstjóri.
Kristján Sigurðsson, kennari.
Hannes J. Magnússon, skólastjóri.
Afgreiðslu- og innheimtumaður:
Árni Björnsson, kennari, Klapparstíg 1,
Akureyri.
Ritstjóri:
Hannes J. Magnússon, Páls Briems-götu
20, sími 174
Prentverk Odds Bjömssonar
iL ■ - -'j
sýnishorn af verkum þess, er hægt að gera
þetta skipulega og búa þannig til sögu, sem
fylgir öldum. Byrja t. d. á Agli Skallagrims-
syni og taka 1—5 skáld frá hverri öld, eða
svo, mætti auðvitað, og ætti sennilega að vera
misjafnlega mörg frá hverri öld, og halda
þannig áfram til vorra daga.
Þetta gæti orðið mikið verk og mörgti
barni skemmtilegt. Bezt mundi vera, að slíkt
yrði sem mest frjálst, tæki langan tíma, því
að sjálfsagt væri, að börnin lærðu eitthvað
örlítið eftir flest skáldin og syngju það, sem
sönghæft er. Og svo yrði kennarinn auðvitað
að leiðbeina börnunum og tala um skáldin,
sem börnin tækju í söguna, og líta eftir því,
að allt ýrði vandvirknislega gert, og ekki e;
nauðsynlegt að þetta gerðu aðrir en þeir, sem
veldu slíkt verkefni af frjálsum vilja, eftir
að kennarinn hefur útskýrt hugmyndina.
Þessi bók, ef samin væri, mundi geta orðið
merkileg eign og ekki ómerkilegur liður í
náms- og þroskaferli þess, er við hana glímdi.
Hver vill reyna?
Sn. S.