Heimili og skóli - 01.12.1961, Side 24
140
HEIMILI OG SKÓLI
þeim lioll leiðbeining.
Þegar horft er um öxl af skrifstofu
í banka, er ekki óeðlilegt, að það sem
fyrst verður fyrir augum séu tölur. —
Sparifjársöfnun skólabarna hefur samt
þá sérstöðu, að tölur hennar tala ekki
sama máli, a. m. k. ekki jafn skýru
máli og tölur annarra bankadeilda.
Ekki væri rétt að segja, að því lægri
tölur sem hún sýndi, því meiri árang-
nr ætti að hafa orðið af starfseminni,
en á hinn bóginn er markmið stofnun-
arinnar fremur það, að vekja skilning
barna og foreldra á nauðsyn ráðdeild-
ar með fé — að draga úr veltunni —
heldur en hitt, að safna sem mestu.
Samt sem áður er vert að líta á
nokkrar tölur frá síðasta starfsári og
bera saman við fyrra ár.
Hér í Reykjavík varð sparimerkja-
sala samtals kr. 282.800.00 á móti kr.
328.818.00 f. á., og hefur því minnkað
um 14%. í skólunum, sem næst liggja
borginni og einnig skipta beint við
skrifstofu Sparifjársöfnunar, hefur
hins vegar orðið 13% aukning, aðal-
lega í tveimur skólum, varð kr.
45.820.00 móti kr. 40.614.00 f. á. Þetta
eru samtals kr. 328.620.00 móti
369.433.00 f. á., eðá 11% lækkun. í
Hafnarfirði varð mikil aukning hjá
St. Jósepsskóla, en Barnaskóli Hafn-
arfjarðar varð því miður ekki með að
þessu sinni vegna misskilnings.
Utan þessa svæðis er kunnugt um
sölu í 40 skólum fyrir 299.756.50 kr.
móti 298.944.50 f. á., eða nálega jafnt
og í fyrra.
Samtals er sparimerkjasalan því kr.
633.152.00 eftir þeim gögnum sem nú
liggja fyrir, móti kr. 688.204.00 f. á.,
sem er um 8% lækkun og kemur öll
fram í Reykjavík og Hafnarfirði, sem
fyrr segir. Að vísu er um verulega
lækkun að ræða í einstökum skólum,
en hækkun í öðrum. Slíkar sveiflur
hafa jafnan átt sér stað, einnig milli
Reykjavíkurskólanna innbyrðis. Sum-
part stafa þær af eðlilegum tilflutningi
vegna breytinga á skólahverfum, t. d.
þegar nýir skólar taka til starfa, og
raunar án efa aðallega af þessum sök-
um.
Enn vantar skýrslur frá nokkrum
skólum úti á landi, og er því ekki
hægt að greina frá merkjasölunni í
heild, en sennilegt má telja, að hún
hafi verið nálægt kr. 650.000.00.
Þess ber vel að gæta, eins og áður er
sagt, að af þessum tölum verður ekki
mikið ályktað um árangur starfsem-
innar. Mikil söfnun sýnir vissulega ár-
angur á sinn hátt. En hinn eftirsóknar-
verðasti árangur getur ekki sagt til
sín á þann hátt og ekki svo skyndilega,
heldur aðeins á löngum tíma. Sú lækk-
un, sem hér kemur fram, þarf ekki
heldur að tákna minnkandi sparnað,
allra sízt hlutfallslega, hún getur engu
síður stafað af minni peningum í um-
ferð meðal barnanna, eða að þeir séu
lagðir inn á bækur án merkjakaupa.
Ekki verður til þess ætlazt, að kennar-
ar reki áróður fyrir sparimerkjasölu,
þvert á móti verður að teljast æski-
legast, að börnin, einkum hin eldri,
skipti sem mest beint við innlánsstofn-
animar sjálfar. Minnkandi spari-
merkjasala í Reykjavík, þar sem inn-
lánsstofnanir eru flestar, kynni ein-
mitt að benda til slíkrar þróunar.
Kennarinn reynir að efla ráðdeild-
arhug nemendanna og sparnaðarvilja
og notar merkjasölutímann til reglu-