Heimili og skóli - 01.12.1961, Blaðsíða 5

Heimili og skóli - 01.12.1961, Blaðsíða 5
Heimili og skóli TÍMARIT UM UPPELDISMÁL 20. árg. Nóvember—Desember 1961 6. hefti Hátíð heimilanna Jólin eru mesta hátið kirkjunnar og hafa verið um aldir. Þau birtast hér á Norðurlöndum eins og lýsandi stjarna i svartasta skammdeginu, en þau eru meira en stórhátíð kirkjunnar, þau eru kannski umfram allt hátið heim- ilanna. Svo tilkomumikið sem það er að heyra kirkjuklukkurnar kalla til helgra tíða, heyra sálmasönginn og or- geltónana fylla guðs hús og hlýða á jólaguðsþjallið frá altari og þrédik- unarstóli, svo er hitt ekki síður dásam- legt að sjá Ijómandi augu barnanna okkar full af eftirvæntingu og yndis- legu sakleysi. Frá þeim held ég að stafi mestur jólafögnuður og jólaljómi, sem. stundum getur jafnvel orðið himnesk- ur. Getur nokkur maður verið svo hjartalaus að verða til þess að skyggja viljandi á þann fögnuð? Jól kirkjunnar eru hátíðleg og til- komumikil. Þau fylla hugina i senn alvöru og fögnuði, ef við skiljum þau rétt, en jól heimilanna búa yfir djúp- um fögnuði og friði, sem enginn fær lýst, aðeins lifað og notið. Við megum aldrei gleyma uppeldisgildi jólanna. Aldrei gera þau að innantómum veizl- um, sem ekki snerta hjörtun, því að jólin eru umfram allt hátíð hjartn- anna, göfugra tilfinninga, kœrleiks- rikra hugsana, sem verma heiminn og gera hann bjartari og hlýrri. Ef nokk- urn tíma eru á ferð góðar og himnesk- ar verur, þá er það á jólunum. Sumum er gefin sú gáfa að skynja þetta, og margir þykjast finna til nærveru þcirra. Hvers vegna ekki? Þar sem góð- ar og hlýjar hugsanir eru á ferð, þar fara líka góðar verur, ósýnilegir vinir okkar. — Hvert fátækt hreysi höll nú er, því guð er sjálfur gestur hér. Látum jólahald vort fara fram með þeim hætti, að hann þurfi ekki að standa fyrir utan dyrnar. GLEÐILEG JÓL!

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.