Heimili og skóli - 01.12.1961, Qupperneq 19

Heimili og skóli - 01.12.1961, Qupperneq 19
heimili og skóli 135 auðugum Eoreldrum, en missti móður sína ungur, og tregaði hana mjög. Ólst hann að mestu upp undir stjóm þjón- ustufólksins á ættarsetrinu. Minning- ar frá bernsku hans voru ekki bjartar. Þegar hann var sendur í bamaskóla, hlakkaði hann til, en varð fyrir von- brigðum. ítroðslan átti ekki við hinn fleyga anda hans. Þegar hann var 16 ára, var hann sendur til Englands og var þar í eitt ár. Kynntist hann þar enskum bókmenntum. Upp frá því var hann síyrkjandi. Það var honum þörf að tjá hugsanir sínar. Mörg af kvæð- um hans eru fögur ástarkvæði. Önnur eru trúarlegs eðlis. í bók sinni segir séra Sveinn Víkingur: „Trúhneigðin, lotningin fyrir lífinu, tignun fegurð- arinnar, kærleikans og sannleikans var honum í eðli runnin.“ Hann er talinn einn af ágætustu trúarskáldum verald- arinnar, en taldi sig þó ekki kristinn. Honum féll ekki hvernig trúboðamir boðuðu kristindóminn. En þó var lífs- skoðun hans í samræmi við innsta kjarna hans. Að mörgu leyti minnir hann á mannvininn Albert Schweitzer. Hér eru nokkrar perlur úr ljóðum hans: Ég get ekki valið það bezta, það bezta velur mig. Að vera til er mér sí- fellt undrunarefni. Það er mér lífið. Sérhvert bam, sem fæðist, flytur þau skilaboð, að guð sé eigi enn þá orðinn vonlaus um manninn. Menn eru harðbrjósta, en maðurinn er góðhjartaður. Þú safnar eigi fegurð blómsins með því, að tína af því krónublöðin. Þeir, sem eiga alla hluti aðra en þig, guð minn, þeir hlægja að þeim, sem eiga ekkert annað en þig. Gegnum hryggð allra hluta heyri ég óminn af eilífum móðursöngvum. Leið oss frá blekkingum til raun- veruleikans, frá myrkri til ljóss, frá dauðanum til ódauðleikans. Árið 1913 fór R. Tagore fyrirlestra- ferð um Ameríku og Evrópu. Þýddi hann þá nokkuð af ljóðum sínum á ensku. Áður var það hulinn fjársjóður Vesturlöndum. Sama ár voru honum veitt Nóbelsverðlaunin. II. Merkasta starf R. Tagores ann- að en skáldskapurinn, var hinn sér- kennilegi skóli, sem hann stofnaði í N orður-Indlandi. R. Tagore missti konu sína eftir stutta sambúð. Sonur hans var þá barnungur og dóttir hans veik af berklum. Þá settist Tagore að uppi í Himalajafjöllum og annaðist þar böm sín af mikilli umhyggju. Á þessum slóðum stofnaði hann skóla sinn „Santíniketan“ (Friðarbú- staður) í Bolpur. Hann reisti sjálfum sér lítinn strákofa í nágrenni skólans og bjó þar. En allar eignir sínar gaf hann skólanum. Þangað rann einnig Nóbelsverðlaunafé hans og tekjur af bókum. R. Tagore trúði á þá meginreglu í uppeldismálum, að böm læri bezt með atbeina undirvitundarinnar. Þess vegna notaði hann mikið ljóð og söng í skóla sínum. Vera má að okkar skól- ar geti nokkuð lært í þessu efni. Og kunnugt er okkur að minnsta kosti, hve gott er að lesa námsefni undir svefninn og láta það geymast í undir- vitundinni yfir nóttina. Skáldið samdi lög við mörg af kvæð-

x

Heimili og skóli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.