Heimili og skóli - 01.12.1961, Qupperneq 25

Heimili og skóli - 01.12.1961, Qupperneq 25
HEIMILI OG SKÓLI 141 bundinnar áminningar, svo og til þess að taka við sparifé yngstu barnanna, einkum þegar upphæðirnar þykja of smáar til að leggja þær inn í banka jafnóðum. Framanskráðar tölur ná að- eins yfir það, sem kennarar hafa selt af sparimerkjum, en gefa í rauninni ekki hugmynd um það, hversu mikið fé hefir verið í umferð meðal barn- anna, né heldur hvernig því hefir ver- ið varið, eða hve mikið af því hefir verið lagt inn í banka og sparisjóði. Eins og áður, gaf Seðlabankinn s.l. haust hverju 7 ára barni 10 króna á- vísun sem stofnfé í sparisjóðsbók. Raunar ber jafnan við, að eitt og eitt barn verður útundan, einkum þar sem börn eru ekki skólaskyld 7 ára, eða ef barn sækir ekki skóla með reglu- legum hætti um það leyti sem afhend- ing ávísananna fer fram, t. d. vegna langvarandi veikinda, dvalar í öðru héraði eða af öðrum ástæðum. Reynt er að bæta úr þessu, þegar þess verður vart, en það er mjög undir skóla- nefndum komið, og svo auðvitað skólastjórum og kennurum, hvort þessi litla kveðja bankans nær til allra, sem ætlað er. Nokkrar sveiflur hafa orðið á vöxt- um greiddum a£ sparifé á þessu tíma- bili. Hækkun vaxta 22. febr. 1960 leiddi til þess, að bankinn ákvað, að vextir af 10 ára bókum, bæði almenn- um sparisjóðsbókum og vísitölubók- um, skyldu vera 11%, en af 5 ára vísi- tölubókum og sex mánaða bókum 10%. Um síðustu áramót lækkuðu vextir á.ný og eru nú sem hér segir: Af 6 mánaða bókum 8%, af 5 ára vísitölubókum 91%%, af 10 ára spari- sjóðsbókum og 10 ára vísitölubókum 9i/2%. Bætur vegna hækkunar vísitölu f. á., reyndust verða 4%, samtals 25 þús- und krónur, en þær reiknast af inn- stæðum kr. 100.00 — 1.000.00. Starfsmenn Sparifjársöfnunar skóla- barna s.l. ár voru Guðjón Jónsson og Runólfur Sigurðsson sem annaðist bókhakl og Snorri Sigfússon að nokkru leyti. Reykjavík, 1. september 1961. Til gamans Einu sinni, þegar ég var lítið barn, stóð ég við gluggann á borðstofunni og gægðist út. Það hafði bíll ekið yfir hund stærri bróður míns, og nú var verið að grafa hann undir stóru eikartré. Mér hafði aldrei þótt verulega vænt um þennan hund, en ég vissi, að bróðir minn hafði fest mikla ást á honum, og nú grét ég hans vegna. I þessum svifum kallaði afi á mig og sagð- ist ætla að sýna mér dálítið. Hann fór með mig að glugga á hinni hlið hússins og benti mér á rósarunn, sem ég átti sjálfur, en á honum voru nii þrír rósaknappar, sem voru að springa út. Þegar ég ætlaði að hlaupa út til að skoða blómknappana mína og finna ilminn af þeim, tók afi undir höku mína og horfði með bláu gáfulegu augunum sínum á mig og sagði: „Þii horfðir út um öfugan glugga áðan.“ Þess væri óskandi, að öllum börnum væri gert það ljóst, að það er ekki nauðsynlegt að horfa á það, sem Ijótt er og leiðinlegt. Það er nóg til af hinu, sem er fallegt og göfug't. Og það er aldréí of sfeint að gera það að lífsreglu, eða það, sem er enn betra, að gera það að daglegum vana að horfa aðeins á það fagra og góða. — R. S.

x

Heimili og skóli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.