Heimili og skóli - 01.12.1961, Side 18

Heimili og skóli - 01.12.1961, Side 18
134 HEIMILI OG SKÓLI Amarminning Nokkur orð um skáldspekingirui R. Tagore I. Á þessu ári er aldarafmæli indverska skáldspekingsins Rabindranath Tagore. Hann var fæddur í Calcutta í Indlandi 6. maí 1861, en lézt 7. ágúst 1941 rúmlega áttræður að aldri. í til- efni af þessu afmæli hefur komið út bókin „Skáld ástarinnar" og hefur séra Sveinn Víkingur tekið hana saman af sinni alkunnu smekkvísi. En hvað snertir þetta okkur hér úti á íslandi? Eigum við nokkuð hér eftir þennan skáldsnilling? R. Tagore var heimsfrægur sem skáld og hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels árið 1913. Á íslenzku eru, auk hinnar nýju bókar, aðeins tvö ljóða- kver, Farfuglar og Ljóðfómir í þýð- ingu Magnúsar Á. Ámasonar listmál- ara. Þetta eru litlar bækur en innihald- ið sígilt. Þær voru gefnar út aðeins í fáum eintökum, en mér finnst þær vera meðal fegurstu perlanna í bóka- skápnum mínum. R. Tagore hefur ritað „Endurminn- ingar“ sínar og er það allstór bók. Af henni má ráða hvemig hann leit á ævi sína og lífsstarf. Hann var kominn af Skáldspekingurinn R. Tagore. lífsins, sem gefur því gildi. En lotn- ingin er ekki hin sterka hlið 20. ald- arinnar. Manni 20. aldarinnar lætur það ekki að krjúpa á kné í auðmýkt, ekki einu sinni fyrir hinum vísinda- legu kraftaverkum sínum, hvað þá fyrir hinu mikla lífsundri. En þegar lotningin er þurrkuð út úr lífinu, eig- um við efnisheiminn einan til að dá, og þegar tæknin er komin langt fram úr hinum andlega þroska mannkyns- ins, erum við sannarlega í hættu, og öll okkar menning. Eina leiðin út úr þessum ógöngum, sem efnishyggjan og tæknin hafa leitt okkur í, er að byrja á ný að rækta til- finningalífið og trúarlífið. Það er ná- lega hin eina von mannkynsins nú. Hannes J. Magnússon.

x

Heimili og skóli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.