Heimili og skóli - 01.10.1968, Page 5

Heimili og skóli - 01.10.1968, Page 5
* Heimili og VI vO o\ 00 skóli •« >■ 50 TÍMARIT U M UPPELDISMÁL • : : : : : : : ÚTGEFANDI: KENNARAFÉLAG EYJAFJARÐAR Ritið kemur út i 6 heftum á ári, minnst 24 síður hvert hefti, og kostar órgongurinn kr. 100.00, er greiðist fyrir 1. júlí. — Útgófustjórn: Indriði Úlfsson, skólostjóri. Edda Eiriksdóttir, skólastjóri. Jónas Jónsson, kennari. Afgreiðslu- og innheimtumaður: Guðvin Gunnlaugsson, kennari, Vanabyggð 9, Akureyri. Ritstjóri: Hannes J. Magnússon, rithöfundur, Hóaleitisbraut 117, Reykjavik. PRENTSMIÐJA BJÖRNS JÓNSSONAR HEIMILIÐ - FJÖLSKYLDÁN Þetta tvennt á saman og er í senn innsti 'kjarni þjóðfélagsins og hornsteinn þess. Heimilið er elzta stofnun mannlegs sam- félags og hefur lagt grundvöllinn að öllum öðrum stofnunum samfélagsins. Það er því eins konar móðurstofnun stærri og smærri samfélagsheilda. Þegar karl og kona tóku ákvörðun um að búa saman og lifa saman, var lagður grundvöllur að þjóðfélagi. Heimilin hafa verið ákaflega ólík á ýms- um tímum og með ýmsum þjóðum. En eitt hefur verið þeim öllum sameiginlegt: Þau hafa alltaf verið skjólgarður ungu mann- lífi og uppeldisstofnun, eftir efnum og ástæðum á hverjum tíma fyrir það unga líf, sem þar var að alast upp. Oft í veik- leika, en oft með góðum árangri. Þó að hlutverk og hlutskipti konunnar hafi verið ákaflega breytilegt eftir löndum og þjóðum, hefur þó enginn ágreiningur verið um það, að hlutskipti hennar og hlutverk hafi fyrst og fremst verið það að ala upp börnin. A síðari áratugum hefur það verið upp tekið í ýmsum þjóðlönd- um, að láta þjóðfélagið sem slíkt annast uppeldi barnanna. Það hefur þá verið rek- ið sem eins konar stóriðnaður. Hefur sá háttur einkum verið tekinn upp í hinum sósíalísku ríkjum, þar sem börnin eru ekki fyrst og fremst alin upp sem einstaklingar, heldur sem hjól í vél, mannsafl á vinnu- markaðinum eða atkvæði stórra flokks- véla. Þá hefur nokkuð borið á því á síðustu áratugum, að mæðrunum hefur þótt þröngt um sig á heimilunum, og um lítið frelsi að ræða við barnauppeldi og heimilisstörf. Með tilkomu nýtízku heimilisvéla, sem létta mjög störf húsmóðurinnar, hefur þetta frelsi þó nokkuð aukizt, en eigi að rækja barnauppeldi vel, er ekki hægt að hafa það í hjáverkum með öðrum störfum HEIMILI OG SKOLI 97

x

Heimili og skóli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.