Heimili og skóli - 01.10.1968, Qupperneq 6

Heimili og skóli - 01.10.1968, Qupperneq 6
utan heimilisins. Barnauppeldi verður allt- af barnauppeldi. Þar geta engar nýtízku vélar komizt að. Sál barnsins þarf aðeins snertingu og áhrif frá annarri sál og þá fyrst og fremst sál ástríkrar móður. Sam- band barns og móður, einkum á hinum fyrstu árum ævinnar, er svo náið, eða þarf að vera svo náið, að allt, sem kemst þar upp á milli, svo að sambandið slitni, er neikvæðs eðlis frá sjónarmiði uppeldisins. í sambandi við þessa neikvæðu þróun hafa svo risið upp alls konar stofnanir, sem hyggjast taka að sér hlutverk móðurinnar að einhverju, miklu eða litlu leyti. Má þar til nefna ýmsar tegundir barnaheimila, allt frá vöggustofnum, bamagörðum og leik- skólum til fósturheimila, sem ýmist eru dagheimili eða ætluð til enn lengri dvalar. Stundum er hér um illa nauðsyn að ræða vegna alls konar erfiðleika á heimilunum, en hitt er þó eins oft, að hér sé verið að 98 HEIMILI OG SKÓLI láta eftir kröfum mæðranna um aukið frelsi og rýmra verksvið. Það hefur alltaf verið svo og er enn, að heimilið stendur og fellur með húsmóð- urinn — móðurinni. Þess vegna hefur frá- hvarf móðurinnar frá heimilinu að meira eða minna leyti neikvæðar afleiðingar. Eg hef ekkert á móti vissum tegundum barna- heimila, sem heimta börnin ekki til langr- ar fjarveru frá heimili og móður, svo sem leikskólum, sem ég hef miklar mætur á. En þegar börnin eru hrifin frá mæðrum sín- um, þótt ekki sé nema daglangt, tel ég það varhugavert. Sama gildir um börn, innan við 7—10 ára aldur, sem komið er fyrir sumarlangt í sveit, meðal annars á barna- heimilum. Það hlýtur að verða einhver eyða í uppeldi þeirra. Uppeldi er ekki hægt að taka í áföngum, eins og t. d. kennslu. Það er óslitin röð at- burða og áhrifa, sem í heild miða að því að móta bamið, skapgerð þess og viðhorf

x

Heimili og skóli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.