Heimili og skóli - 01.10.1968, Síða 9
getum átt úrvals foreldra, þótt þeir séu ekki
skólagengnir. En ekki ætti það að spilla
fyrir, að nokkur skólaganga hafi sett mót
sitt á heimilið. Það hlýtur því að vera von
okkar allra, að með aukinni skólagöngu
eignumst við um leið betri heimili, svo
mikla heimilismenningu, að vandaræða-
heimili verði óþekkt og þar með vandræða-
börn. Það er takmarkið, sem ber að keppa
að.
Heimilin skilja alltaf eftir eitthvað af
svipmóti sínu, siðum og háttum í hverj-
um einstakling, sem fylgir honum ævi-
langt. Endurminningarnar frá heimilinu
eru meðal þeirra minninga, sem síðast
gleymast. Þessar endurminningar geta' ver-
ið svo sterkar og áhrifamiklar, að fjöldi
manna blessar heimili sín og minninguna
um þau. En því miður eru þeir einnig til,
sem hafa tilhneigingu til að bölva heimil-
um sínum. Vill nokkur láta börnum sínum
í té slíkan arf?
Fyrir nokkrum árum kynntist ég manni,
sem sagði eitthvað á þessa leið: „Bernsku-
heimili mitt og foreldrar eiga sök á allri
ógæfu minni og auðnuleysi á langri ævi.
Faðir minn gerði mig það, sem ég er“
Vilja nokkrir foreldrar og nokkurt
heimili fá slíkan dóm? Aðrir hafa aftur,
og þeir eru miklu fleiri, guði sé lof, þakk-
að foreldrum sínum og heimili gæfu sína í
lífinu, og þá ekki sízt móður sinni.
„Heimili mitt er kastali minn“, segja
Englendingar. Þeir eiga líka traust og fast-
mótuð heimili, mótuð af þúsund ára göml-
um erfðavenjum. Það hefur verið styrkur
þeirra á örlagastundum. Og þegar allt kem-
ur til alls, er heimilið sá klettur, sem allar
öldur lífsins skella á. Það er húsið, sem
Kristur talar um í Fjallræðunni, og örlög
þess fara eftir því hvort það er byggt á
sandi eða bjargi.
H. J. M.
HANDLEIÐSLA - VALD
Þetta eru tvær gjörólíkar uppeldisað-
ferðir, sem hlandast þó saman í öllu upp-
eldi. Það verður ekki hjá því komizt að
beita að einhverju leyti valdi í uppeldinu,
sérstaklega á fyrstu árunum á meðan börn-
in kunna ekki að beita skynsemi sinni. En
því minna sem valdi þarf að beita, því
hetra. Það er óskaplega vandfarið með
valdið í uppeldinu nema til komi jafnframt
handleiðsla. Valdið getur í uppeldinu orð-
ið að valdi hins sterka. Það er ekkert upp-
eldi fólgið í því að taka það í þjónustu
sína. Handleiðsluna má byrja á börnum
þegar í fyrstu bernsku. Hún er fólgin í því
að laða og sveigja vilja barnsins, en það á
aldrei að gerast með valdi. Því minna, sem
barnið finnur til valdsins því betra. Það
gerir þó ekkert til þótt barnið viti af því
að valdið er til, en það á bara ekki að nota
það í uppeldinu nema af ítrustu nauðsyn.
Þegar valdi er beitt vekur það vanmáttar-
kennd hjá barninu. Það er niðurlægjandi
að lúta því og það skilur eftir sárindi, sem
eru lengi að gróa. H. J. M.
HEIMILI OG SKÓLI 101