Heimili og skóli - 01.10.1968, Page 10

Heimili og skóli - 01.10.1968, Page 10
ÓLAFUR GUNNARSSO'N, sálfræðingur: Er yfirleitt um að ræða einhvern „erfiðan aldur?" Sjœllands Tindende 13. júlí 1968. Það bar til í október í fyrra, að íslenzk- ur alþingismaður flutti verulega góða ræðu í Alþingi um æskulýðsvandamálið. En þetta var Jónas Árnason, rithöfundur og alþingismaður. Meðal annars ræddi hann um það djúp, sem orðið hefur á milli kyn- slóðanna, er hann taldi óheillavænlega þróun. Að nokkru leyti vegna þessarar ræðu og að nokkru út frá eigin reynslu, verður vikið að þessu vandamáli í eftirfar- andi grein. Jónas Árnason, og fleiri skoðanahræður hans, hafa í seinni tíð bent á, að djúpið milli kynslóðanna leiðir til einsemdar hjá börnum og unglingum á vissum aldri. Á gelgjuskeiðinu lætur þetta eftir sig sálfræði lega eyðimörk, þar sem erfitt er að halda réttum áttum, en eftir verður enn meiri lamandi einsemdarkennd. Af samtölum við ungt fólk, hef ég hin síðari ár orðið þessarar sálfræðilegu ein- semdar var, sem oft er á góðri leið með að gera líf hinna ungu óbærilegt, og þá er 102 HEIMILI OG SKÓLI stutt leið út í allskonar misreiknuð glappa- skot. Hinar ríkmannlegu stofur heimilanna bæta ekki úr þessari einmanakennd, held- ur geta beinlínis aukið á hana. Það er heldur ekki hægt að ráða bót á þessari ein- manakennd unglinganna með því að gefa þeim rausnarlega vasapeninga. Þegar ég var drengúr, var ég alinn upp á bændabýli, þar sem þrjár kynslóðir mynduðu heimilið. Fósturforeldrar mínir, ásamt vinnuhjúum á svipuðum aldri, mynduðu kjarna heimilisins. Annars veg- ar voru þarna þrjár aldraðar manneskjur, ein kona og tveir karlar, en hinsvegar tvö fóstursystkini mín, ein stúlka, lítið eitt yngrí en ég og svo ég sjálfur. Allt þetta fóík var samanslungið af frændsemisbönd- um og vináttu, sem átti sér djúpar rætur. I sameiningu mynduðum við eina heild, þar sem hver einstaklingur hafði sínu ákveðna hlutverki að gegna, sem þurfti að rækja vel og greip auk þess inn í fjöl-

x

Heimili og skóli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.