Heimili og skóli - 01.10.1968, Side 11

Heimili og skóli - 01.10.1968, Side 11
skyldulífið og tengdi það í órofa samband. Þetta fjölskyldulíf náði hámarki sínu á hinum löngu vetrarkvöldum. Þar var lesið upphátt úr einhverjum bókum, mismun- andi að efni, og síðan rökrætt um efnið á eftir. Þessi bókmenntalega erfðavenja kom í veg fyrir þá orðafæð, sem við rekum okkur oft á hjá nútíma börnum og ungling- um. Enginn íslenzkur skóli getur nú á tím- um lagt sama menningargrundvöll sem gömlu íslenzku bændabýlin gerðu og því síður staðið þeim á sporði í félagslegum og sálfræðilegum efnum. Bernskuminningar mínar frá þessum tímum, er ég hugsa til samverunnar við afa minn (það var faðir fóstra míns), eru meðal ljúfustu minninga frá þessum tím- um. Ekki sízt þegar hann tók mig með sér út á tún og engi til starfa. Þessi gamli mað- ur var eins og lifandi alfræðiorðabók, sem bjó yfir óteljandi sögum, og tímunum sam- an gat ég setið hjá honum og hlustað. Ég veit ekki, hvort allar sögur hans hafa ver- ið „sannar“. Ég þori ekki að fullyrða neitt um það nú, eftir að rúm 40 ár eru liðin frá andláti hans. En þær áttu þó sinn þátt í að gera bernskuár mín björt og ham- ingjusöm. Afi gerði meira en vera til skemmtunar og stundastyttis fyrir lítinn dreng, þann yngsta á bænum. Hann var eins konar þul- ur, sem miölaöi gamalli vizku til sonar síns og allra á heimilinu. Mikilvægar ákvarðanir voru aldrei teknar á heimilinu nema hafa hann með í ráðum. Þegar hann og hinir tveir öldruðu menn á bænum dóu með stuttu millibili, fundu allir, að eftir var mikið tómarúm. Kynslóð var gengin og horfin, en aðeins tveir voru eftir. En lífið gengur sinn gang og fylgir sín- um lögmálum. Það leið ekki á löngu frá því að hinir gömlu menn dóu, og þar til ný kynslóð sá sólina koma upp á bænum. Bæði fóstursystkini mín eignuðust börn og nú var það fósturfaðir minn, sem litið var upp til og treyst á vizku hans og forsjá. Næsta kynslóð fékk nú að taka að sér það hlutverk, sem hann hafði áður far- ið með. Á svipaÖan hátt gekk það til á öðrum bændabýlum, eins og það hafði tíðkazt í mörg hundruð ár. Það er ekki fyrr en á þessari öld, sem bændasamfélagið hefur í stórurn dráttum orðið að borgarsamfélagi með öllum sín- um kostum og göllum. Meðal hinnu mörgu vandamála borgarsamfélagsins er einangr- un gömlu kynslóðarinnar. ÁSur skipaði gamla fólkið virðulegan og mikilvægán sess á heimilunum, ekki sízt sem ráðgjafar og félagar barnanna, sem eru nú óðum að missa af þessari leiðsögn og félagsskap og um leið missa af mikilvægri vizku og lífs- reynslu, sem á engan hátt er hægt að bæta þeim upp. Til allrar hamingju held ég, að almenn- ingur muni skilja það íljótlega hversu óheppileg þessi einangrun gamla fólksins er frá yngri kynslóöum. Ekki alls fyrir löngu las ég skynsamlega grein eftir hús- móður, sem bendir á hina miklu hæfni hinna gömlu til að gæta barna. Hún bend- ir á í því sambandi, hversu það sé áríð- andi, að afi og amma búi í nánd við börn og barnabörn. Við skulum vona, að þessar hugleiðingar eignist góðan hljómgrunn. Við skulum samt ekki, af góðvild okkar í garð gamla fólksins, loka augunum fyrir því, að því fylgja ýmsir vankantar að vera á einhvern hátt háður gamla fólkinu. Kerfi framtíðarinnar byggist vafalaust á því, að gamla fólkið fái tækifæri og möguleika til að halda áfram sambandi sínu við fjöl- HEIMILI OG SKOLI 103

x

Heimili og skóli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.