Heimili og skóli - 01.10.1968, Page 17
Pétur Sigurðsson
ritstjóri t. h.
fallið fyrir þeirri freistingu að dekra við
lesendurna, hvorki með skemmtiefni né
æsandi frásögum. Ef lesendurnir kunna
ekki að meta tilganginn, ja, þá verður að
hafa það. En Einingin hefur alltaf verið
vandað rit að öllum frágangi. Það er skrif-
að á góðu máli, prentað á vandaðan
pappír, flutt vandað efni og auk þess mik-
ið myndskreytt. Þetta hefur fólkið kunn-
að að meta.
Þótt nú sé komin meiri rósemi yfir rit-
stjórann en á þeim árum, sem hann ferð-
aðist um landið og herskarar spruttu upp
úr jörðinni, þegar þessi hægláti og yfir-
lætislausi maður steig í ræðustólinn, er
eldurinn og áhuginn enn hinn sami og þá,
og boðskapurinn alltaf jafn siðsterkur.
Eg óska Pétri til hamingju með Einingu
25 ára og þakka ég honum þetta fórnfúsa
og óeigingjarna starf í meira en aldar-
fjórðung, því að menningarstarf Péturs
nær miklu lengra aftur í tímann — og
vonandi einnig langt fram í tímann. Merk-
ifr stendur, þótt maðurinn falli.
H. J. M.
Ung stúlka var að leggja af stað í sína fyrstu
sjóferð. Hún var mjög hrifin af öllu því, sem
hún sá innanborðs á hinu stóra skipi, jafnvel þótt
hún yrði að sitja til borðs með eintómum konum.
Þegar hún á öðrum degi ferðarinnar var á
göngu um skipið rakst hún á skipstjórann og
sagði brosandi við hann:
„Þér megið vera vissir um, að ég nýt þess að
ferðast með skipi yðar, en mér þykir það dálítill
galli, að þurfa að sitja til borðs með eintómum
konum. Þér gætuð nú ekki gert svo vel og holað
mér niður við borð, þar sem sætu t. d. eingöngu
piparsveinar?"
„Auðvitað, frú,“ sagði skipstjórinn vingjarn-
lega.
Þegar hún þetta sama kvöld gekk inn í borð-
salinn í sínu fínasta skarti, varð hún að viður-
kenna, að skipstjórinn hafði staðið við loforð
sitt. Við þetta nýja borð, þar sem hún var boðin
velkomin, sátu sjö elskulegir, brosandi, kaþólsk-
ir prestar....!
HEIMILI OG SKÓLI 109