Heimili og skóli - 01.10.1968, Side 18

Heimili og skóli - 01.10.1968, Side 18
KENNARÁNÁMSKEIÐ 1968 Eins og undanfarin ár, hafa verið haldin námskeið fyrir kennara í sumar og haust á vegum fræðslumálastjórnar, kennarafé- laga og fræðsluhéraða. Það má segja, að námskeið þessi séu orð- in fastur liður í viðhalds- og endurmennt- un kennara, því að nýjar og breyttar kennsluaðferðir krefjast þjálfunar kennar- anna. Námskeiðin hófust 27. maí og þeim lauk 20. september, öðrum en þeim, sem hald- in eru út um land á vegum kennarsam- bandanna þar. Eftirtalin námskeið hafa verið haldin: 1. Námskeið fyrir handavinnukennara stúlkna, í jurtalitun og ullarvinnslu. Nám- skeið þetta var haldið að frumkvæði Fé- lags handavinnukennara, en Heimilisiðn- aðarfélag Islands sá um kennsluna í húsa- kynnurn sínum. Kennsludagar voru 14 og þátttakendur 16 ýmist í annarri eða báð- um greinunum. 2. Námskeið í fínmálmsmíði og smelt- vinnu var haldið í Gagnfræðaskóla verk- náms í Reykjavík 15.—20. júlí á vegum Fræðslumálastjórnar og Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur. Kennsludagur voru 6 og þátt- takendur 56. Umsjón og undirbúning hafði Bjarni Olafsson eftirlitskennari, en kennslu önnuðust auk Bjarna Alrik Myrhed frá Stokkhólmi og Gunnar Klængsson. 3. Dönskukennaranámskeið 15.—30. ágúst. Námskeið þetta var haldið á veg- um Kennaraháskólans í Kaupmananhöfn. Frk. Ragna Lorentzen annaðist kennsluna, sem voru 4 kennslustundir daglega. Þátt- 110 HEIMILI OG SKÓLI takendur voru 27 frá barna- og gagnfræða- skólum. 4. Stærðfræðinámskeið. Vegna þess að víða hefur nýja stærðfræðin verið tekin upp í yngstu deildum barnaskóla, hefur þurft að veita kennurum leiðbeiningar með þessa kennslu, þess vegna voru haldin þrjú stærðfræðinámskeið í haust. I Reykjavík var námskeið fyrir kennara 7 ára barna frá 28. ágúst til 6. september og framhaldsnámskeið fyrir þá, sem sóttu námskeiðið í stærðfræði í fyrra, 29. ágúst til 3. sept. Þá var haldið námskeið að Laugalandi á Þelamörk í byrjendakennslu í nýjustærðfræðinni dagana 5.—14. sept- ember. Umsjón með námskeiðunum í Reykjavík hafði Kristinn Gíslason kennari og Valgarður Haraldsson námstjóri fyrir norðan. Þátttakendur í Reykjavík urðu 132 og á Akureyri 25. Aðalkennarar á öllum þessum námskeiðum voru frk. Agneta Bundgárd frá Kaupmannahöfn, Guðmund- ur Arnlaugsson rektor og Björn Bjarnason dósent. 5. Námskeið fyrir íþróttakennara var haldið dagana 26.—30. ágúst að frum- kvæði Iþróttakennaraskóla íslands. Nám- skeiðið fór fram í húsakynnum barna- og gagnfræðaskóla Austurbæjar í Reykjavík og sóttu það 92 kennarar. Aðalkennararnir voru frá íþróttakenn- araskólum Svíþjóðar í Stokkhólmi og Öre- bro. Þau Ulla-Britt Agren og Andres Erik- sen. Á námskeiðinu voru flutt ýmis erindi og sýndar fræðslumyndir um íþróttir.

x

Heimili og skóli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.