Heimili og skóli - 01.10.1968, Qupperneq 23
í vatnskrana. Á næsta andartaki getur það
svo orðið hlutverk hans að tala hughreyst-
andi orðum við nýkominn dreng. Hann
ákveður umræður um háttatíma, sjónvarp
og skólavinnu. Hann tekur einnig ákvörð-
un um refsingar fyrir þetta og hitt, allt frá
illri umgengni í leikstofum og til mis-
notkunar á sjónvarpi, spilum og útiverum
á ólöglegum tíma — alveg eins og hver
annar góður faðir. „Hlutverk okkar er að
elska þessi börn, hjálpa þeim eins vel og
við getum og búa þeim sem allra bezt
heimili, þar sem þau finna að þau eiga
heima,“ segir hann.
En hann er aðeins einn af þeim mörgu
körlum og konum, sem líta á starfið í þess-
ari stofnun sem köllun, þótt því fylgi geysi-
leg ábyrgð, án þess að fá nokkra sérstaka
greiðslu fyrir það.
Á margvíslegan hátt leggur hann og
kona hans grundvöllinn að trausti barn-
anna til þessa starfs og þessarar stofnunar,
barnanna sem búa ekki yfir því öryggi,
sem önnur börn fá af sjálfsdáðum. Þau
hafa þarna æskulýðsklúbb og þángað méga
börnin bjóða vinum sínum. Og á hverjum
mánuði fá þau peninga, sem þau mega
verja til að vera sem bezt klædd. Þetta
mega þau sjálf kaupa niðri í bænum. Þau
mega fara á dansleiki, smíða sér seglbáta
og hafa yfirleitt sama frelsi og önnur
börn, svo sem að fara í tjaldferðir í sum-
arleyfinu eða fá sér atvinnu á einhverju
bændabýlinu til að vinna sér inn meiri
vasapeninga. „Flest þessi börn þekkja helzt
til ósigra og sneypufara að heiman,“ segir
Brampton. „En hver smásigur, sem þau
vinna hér af eigin ramleik, veitir þeirn
ómétanlegt sjálfstraust.“
Leslie Thomas, fyrrverandi Barnardo-
drengur, segir í nýlegri skáldsögu, seín náð
hefur miklum vinsældum í Englandi og er
þar einna efst á vinsældalista. „The Virgin
Soldiers“ heitir hún: „Heim er undarlegt
orð. Ef maður aðeins segir orðið heim
hljómar það sem eitthvert fegursta orðið í
tungunni. En segi maður heimili eru stund-
um allir töfrar frá því horfnir.“
ÞeSsi barna- og æskufj ölskýlda í Abing-
ton, er heimili í þess víðtækustu og beztu
merkingu. Eins og títt er um unglinga, syni
og dætur, sem horfnir eru að heiman, er
þarna alltaf margmennt af þessu fólki um
helgar. Liðþjálfi einn kom eitt sinn með
kærustuna og kynnti hana fyrir frú Bramp-
ton eins og hún væri móðir hans. Og þegar
komin var te-tími mætti hún þar með allri
„fjölskyldunni" 30 drengjum og stúlkum
á aldrinum frá 3—17 ára.
Framhald. H. I. M. þýddi.
Kennaraimiiiskeið
Framhald af bls. 11 L
hafði Stefán 01. Jónsson umsjón með öll-
um námskeiðunum néma námskeiði fyrir
íþróttakennara, sem Þorsteinn Einarsson
íþróttafulltrúi annaðist.
Frœðslufundir.
Fræðslufundir eru ákveðnir á Búðum í
Fáskrúðsfirði, Leirárskóla, Akureyri og
Siglufirði.
Þar sem fundum þessum er ekki öllum
lokið, þegar þetta er skrifað, er ekki unnt
að gera grein fyrir þeim.
En þegar er sýnt að námskeið og
fræðslufundi sækja um sex hundruð kenn-
arar í barna- og gagnfræðastigsskólum.
Kennar.ar verða því eigi sakaðir um sinnu-
leysi um starf sitt og margir taka á sig mik-
inn kostnað til þess að halda við og auka
menntun sína og er það sannarlega lofsvert.
Stefán Olafur Jónsson.
HEIMILI OG SKÓLI 115