Heimili og skóli - 01.10.1968, Qupperneq 24

Heimili og skóli - 01.10.1968, Qupperneq 24
PÁLMI KRISTJÁNSSON, kennari — ÖRFÁ MINNINGARORÐ — Hann þynnist nú óðum kennarahópur- inn, sem ég kynntist, þegar ég fluttist til Akureyrar árið 1930. Og nú er öðlingur- inn, Pálmi Kristjánsson, kennari í Saur- hæjarhreppi í Eyjafirði, kominn yfir á ströndina hinumegin. Hann andaðist að heimili sínu á Akureyri 10. september síð- astliðinn 83 ára að aldri. Pálmi er Eyfirð- ingur í húð og hár og bjó í Saurbæjar- hreppi alla sína ævi nema nokkur síðustu ár ævinnar, og þar vann hann sitt ævistarf. Hann er gagnfræðingur að mennt. Tók gagnfræðapróf vorið 1906, en hafði áður verið í unglingaskóla, sem Ingimar Eydal hélt þá í Eyjafirðinum. Með þetta veganesti gerðist hann kenn- ari í Saurbæjarhreppi. Hann var kennari í fæðingarsveit sinni í 45 ár og fékk að reyna flesta erfiðleika farskólans og þau frumstæðu skilyrði, sem hann hefur löng- um átt við að búa. En Pálmi lét það aldrei smækka sig. Hann stóð alltaf jafn trúr á verðinum og skaraði að glæðum menning- arinnar í heimasveit sinni eftir því sem að- 116 HEIMILI OG SKÓLI stæður leyfðu. Hann var vinsæll kennari og víðlesinn. í tómstundum sínum stund- aði hann ýmiss konar fræðimennsku, t. d. söfnun örnefna í sveit sinni og gaf út bók um það efni. Kvæntur var Pálmi Frímanníu Margréti Jóhannsdóttur, en hún er látin fyrir nokkrum árum. Tvo syni eignuðust þau hjón. Annar þeirra lézt tveggja mán- aða gamall, en hinn komst upp, en lézt úr herklum á unga aldri. Sá hét Tryggvi Gest- ur. Varð hann foreldrum sínum mjög harmdauði. Pálmi var áhugasamur kennari. Hann var félagi í Kennarafélagi Eyjafjarðar frá stofnun þess 1932 og sótti jafnan fundi þess og námskeið. Það var alltaf notalegt að vera með Pálma og ég minnist þess ekki sízt eftir að hann hætti kennslu. En við höfðum jafnan nokkur samskipti eftir það. Hann var hlýr og góðviljaður maður og efa ég ekki að nemendur hans hafi not- ið þessa.... Han nvar hinn mesti heiðurs- maður og ég sakna samfylgdar hans nú að leiðarlokum. Hann var vammlaus maður. H. J. M.

x

Heimili og skóli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.