Heimili og skóli - 01.10.1968, Page 25
TÁNINGAR Á VORUM DÖGUM
EFTIR CATO HAMBRO
— Stuttur kafli úr samnefndri bók —
T ilfinningalífið.
Það merkilegasta, sem gerist á þessum
árum er seinnilega hinn mikli ofvöxtur til-
finningalífsins. Einstöku sálfræðingar
segja, að hver maður fæðist tvisvar sinn-
um. Fyrsta fæðing á sér stað þegar lífið
hefst og gerir einstaklinginn líffræðilega
óháðan, en seinni fæðingin gerist á tán-
ingaaldrinum, þegar tilfinningalífið brýzt
til sjálfræðis og gerir einstaklinginn óháð-
an, tilfinningalega séð.
Þessi seinni fæðing getur engu síður
verið örlagarík og stundum þj áningafull,
bæði fyrir börn og foreldra.
Breytingin á rætur sínar að rekja til
líkamsþroskans, en honum eru samfara
mikil umbrot hið innra. Þessi kreppa verð-
ur meiri og erfiðari vegna þess, að á sama
tíma verður mikil breyting á viðhorfi
hinna ungu til umhverfisins. Kröfurnar frá
umhverfinu breytast. Viðhorf foreldranna
er ekki hið sama og áður. Skólinn gerir
nýjar kröfur og hinn ungi sjálfur gerir
nýjar kröfur til síns sjálfs og umhverfisins.
„Seinni fæðingin“ verður vegna byltingar
hið innra með einstaklingnum og í afstöðu
umhverfisins til hins unga verðandi borg-
ara.
Tilfinningar hinna ungu verða dýpri,
sterkari og nýstárlegri. Þegar foreldrarnir
segja stöku sinnum: „Eg þekki þig ekki
fyrir sama unglinginn,“ er það að vissu
leyti rétt. Því miður segja foreldrarnir
þetta aðeins, þegar eitthvað hefur gengið
illa. En þetta á einnig við, þegar um já-
kvæðar tilfinningar er að ræða, Því að
einnig þær bera annan svip og annað eðli
en í bamæsku.
Unga fólkið lifir tilfinningar sínar oft á
svo ofsafullan hátt, að það þekkir sig held-
ur oft ekki sjálft. Tilfinningarnar eru svo
sterkar að unglingurinn lifir öðru hvoru í
tveimur heimum. Hinum ytri heimi vem-
leikans með skólanum, skyldunum og við-
burðarásinni heima, sem verður þá óraun-
veruleg og skiptir ekki öllu máli, og svo
hinsvegar hinn innri heimur tilfinning-
anna með sínum dagdraumum, sem verður
þá hið raunverulega og heillandi líf.
Það er hægt að lifa gleðina á svo ofsa-
fullan hátt á þessum aldri, að það nálgast
hrifningarástand. Aldrei fyrr á ævinni, og
ekki heldur síðar, nær gleðin slíku há-
marki, slíkri hamingju og fögnuði. Bæði
vegna áhrifa frá náttúrunni og þeim fögn-
uði, sem hún getur veitt, frá því að njóta
listar, en ekki sízt trúarleg reynsla, getur
veitt tilfinningunum slíkan styrk, sem gerir
HEIMILI OG SKÓLI 117