Heimili og skóli - 01.10.1968, Qupperneq 26

Heimili og skóli - 01.10.1968, Qupperneq 26
Sumar telpur setja það fyrir sig, að þœr séu of holdugar — aðrar að þœr séu of grannar. lífið að nýju lífi með nýjum tilgangi og nýrri fyllingu. En hinar neikvæðu tilfinn- ingar geta einnig að sama skapi orðið sterkar, bæði sorg og vonbrigði, óánægja og lífsleiði geta orðið nálega óbærileg byrði. Örvæntingin, forsmáð ást, beiskja vegna óréttlætis af einhverju tagi, ná há- marki sínu á þessum aldri. Einsemd og hugarvíl fylgja einnig þessu aldursskeiði. Þörfin á að „finna sjálfan sig“, leitin eftir að hafa fast land undir fótum, finna siðferðilegan, trúarlegan og heimspekilegan grundvöll undir líf sitt, fyllir hug margra táninga. Viss, en óljós, þörf til að laðast til dul- rænna heilábrota, verður oft til þess, að unglingar á þessum aldri hneigjast til bók- menntalegrar, heimspekilegrar og trúar- 118 HEIMILI OG SKÓLI legrar afstöðu til lífsins. Óljós þrá eftir samræmi og öryggi í öllum margbreytileik lífsins fyllir hugi þessara unglinga með sterkri, óljósri löngun. Tilfinningarnar eiga ríkan þátt í öllum hinum andlega þroska og hafa þar miklu hlutverki að gegna. Skilningurinn greiðir fyrir lausn vandamálanna og skerpir hæfileikann til að hugsa óhlutstætt og nota til hins ýtrasta orðaforðann. Það gerir tilfinningalífið auðugra að temja sér fagurt málfar. Marg- ir unglingar byrja oft að tjá hugsanir sín- ar og tilfinningar á torskilinn hátt í dag- bókum, skáldskap, teikningum og hljóm- list. Tilfinningalífið leikur alltaf sterkan leik í lífi unga fólksins, og hinar jákvæðu og neikvæðu tilfinningar ráða oft úrslitum í samlifi við foreldra og félaga og móta allan persónuþroskann. Stúlka að nafni Elísabet var á margan hátt tengd foreldr- um sínum á æskilegan hátt, en hún hafði óljósa hugmynd um, að þau með takmarka- lausri umhyggju, legðu steina í götu henn- ar til eðlilegs þroska og til þess að verða sjálfstæð og þroskuð kona. Elísabet, sem er 15 ára, hefur aðlaðandi og sakleysislega framkomu. Hún er eigin- lega ekki fríð, en hin vingjarnlega og hlý- lega framkoma hennar verður til þess, að öllum geðjast vel að henni. Hún er í 1. bekk framhaldsskólans og stendur sig þar ágætlega. Henni geðjast að kennurunum og henni líðru vel í bekknum. Hún ætlar að verða hárgreiðslukona og hefur hug á að komast í iðnskólann, þegar hún hefur lokið tveggja ára námi í gagnfræðaskólan- um. Foreldrar hennar segja, að hún skuli velja sér það starf, sem hún kjósi sjálf og þau hlusta alltaf með áhuga á allar henn- ar fyrirætlanir og hvað eina, sem hún seg- ir um áform sín í framtíðinni.

x

Heimili og skóli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.