Heimili og skóli - 01.08.1971, Qupperneq 6
nutum alls konar fríðinda, er við þáðum með þökkum, en gerðum í
okkar hópi gaman að.
Þessi Bandaríkjaferð var byggð á boði nokkurra Islendinga í Utah
ríki, um að kynnast skólamálum þar, svo og Fullbrigth styrk, er til far-
ar var veittur og gekk til greiðslu á hluta af fargjöldum.
í Bandaríkjunum geta erlendir ferðamenn fengið 50% afslátt á öll-
um flugfargjöldum innanlands, ef þeir heimsækja minnst þrjár stór-
borgir í landinu. Við sáum því fram á, að ólíkt lærdómsríkara yrði og
litlu dýrara, að ferðast um landið þvert og endilangt. Lögðum við því
fyrst leið okkar suður á Miami á Florida og þaðan til Los Angeles á
Kyrrahafsströndinni. Þessar tvær flugleiðir eru samtals álíka langar og
frá íslandi og suður í Mið-Afríku. Af því geta menn séð víðáttu Banda-
ríkjanna. Leið okkar lá síðan til San Francisco og þaðan til Utah ríkis,
sem talið er eitt fegursta ríki Bandaríkjanna og er austanvert í Kletta-
fjöllunum. Þar dvöldumst við lengst og mun ég einskorða frásögnina
við kynni okkar af skólunum þar.
Talið jrá vinstri: Mr. Waldo Jakobsen skólastjóri í Springville, Jón H. Jónsson skólastjóri Hlíðardalsskóla,
Vilbergur Júlíusson skólastjóri Hafnarjirði og höfundur.
74
HEIMILI OG SKOLI