Heimili og skóli - 01.08.1971, Síða 9
Námsefninu
er
skipf
einingar.
Tilhögun
kennslunnar.
Leiðandi
kennarar
í hinum
ýmsu
námsgreinum.
HEIMILI OG SKÓLI
Við upphaf skólagöngu 7 ára barna í „opnum skóla“5 hefur náms-
efninu verið skipt í einingar, sem raðað er í töluröð (t. d. 1—40 fyrir
fyrsta skólaár). Þau hefja nám í hverri námsgrein á verkefni eitt og
halda áfram með þeim hraða, er hæfileikar þeirra leyfa. Hvert barn
á sitt ákveðna spjald með námsgreinunum og einingum þeirra. Að
lokinni hverri einingu er merkt á spjald þess, hvort það hefur skilað
henni á viðeigandi átt, ef svo er ekki verður það að endurtaka eining-
una. Þegar kemur upp í eldri aldursflokka er oft um að ræða próf í
hverri einingu og stundum kemur fyrir, að ef byggja þarf á námsefni,
er nemandinn hefur gleymt, verður hann að endurtaka þá einingu, til
þess að fá að halda áfram. Því verður að hafa mörg könnunarp'róf
fyrir hverja einingu námsefnisins, annars er sú hætta fyrir hendi, að
læra megi prófin og svörin við þeim, án þess að skilja það nám, er á
bak við þarf að búa.
Um áramót má reikna með að sum börnin hafi lokið því námsefni, er
þeim var ætlað að hafa allan veturinn, en önnur eru skammt á veg kom-
in. Þá halda þau duglegu áfram og byrja á námsefni næstu árdeildar
á undan. Dæmi veit ég um, að 7 ára barn, héðan frá Akureyri, er sækir
opinn skóla í Kanada, hafi lokið tveggja ára námsefni eftir hálfs árs
skólagöngu. Þess skal þó getið, að barn þetta átti kennara að foreldri
og vafalaust hlotið tilsögn með heimanáminu.
Þá komum við að kennslutilhöguninni. í opnurn skólum vinna kenn-
arar saman og hafa til leiðsagnar í sömu stofu eða svæði sem svarar
25—30 börnum á kennara. Oft eru fleiri árdeildir saman. Algengast
virtist mér að saman væru höfð 7—8 ára, 9—10 ára og 11—12 ára.
Er því ekki óalgengt, að 3—6 kennarar vinni á sama svæði. Þegar svo
er, reyna þeir að sérhæfa sig á ákveðnum sviðum kennslunnar og verða
leiðandi í þeim fögum. Samvinna sem þessi krefst góðrar aðlöngunar-
hæfni kennaranna og getur gefið þeim aukinn styrk til sameiginlegra
átaka.
Þegar tala þarf við öll börnin, getur leiðandi kennari í námsgrein-
inni notað hátalarakerfið og þannig náð til allra barnanna, en þess á
milli vinna þau í hópum, þ. e. a. s. borðum, er raðað er saman og 3—6
börn mynda námshópinn. Kennararnir ganga síðan á milli og leið-
beina, en duglegur nemandi er stundum fenginn til að leiðbeina í sín-
um hópi, ef mikið er að gera. Hóparnr eru síðan básaðir af með létt-
um, færanlegum skilveggjum og í sumum hópunum eru einstaklingarn-
ir eða vinnusvæði þeirra á borðunum einnig afmörkuð með U laga
spjöldum (t. d. pappaspjöldum reistum á röð). Þessi tilhögun er gerð,
77