Heimili og skóli - 01.08.1971, Side 11
Daglega
er lokið
áfanga
á
námsbrautinni.
Tölvunotkun
í skólum.
Börnin
geta
fremur
valið
sér
leiðbeinendur.
er möguleiki á að 10 ára börn hafi lokið námsefni í barnaskóla.
Er þeim þá ætlað ákveðið hliðarnám í námsgreinunum, sem er nokkru
þyngra, en að því loknu byrja þau á námsefni neðstu bekkja í ungl-
ingaskóla (léttari námskeiðum), en þau útskrifast ekki úr barnaskól-
anum fyrr en þau hafa aldur til. Þegar þau svo koma í unglingaskól-
ann geta þau tekið fyrir þyngstu námsleiðir, sem þar eru kenndar.
Með hliðstæðu áframhaldi eru þau mjög vel undir háskólanám búin
og fær um að taka fyrir erfiðustu námsefni.
Aðspurðir um aga í „opnum skólum“, fengum við alls staðar þau
svör, að með þessu kennsluformi hefðu agaspursmálum sífellt farið
fækkandi. Ef til vill má rekja það til þess, að nemendur fá meiri ábyrgð
gagnvart náminu, ná daglega ákveðnum áfanga, en það hefur sitt að
segja til að viðhalda kappi og áhuga.
„Opnu skólarnir“ ryðja sér mjög til rúms í Bandaríkjunum. Víða
rísa nýir skólar, er teiknaðir hafa verið með hliðsjón af þessn kennslu-
formi. í Salt Lake City komum við í nokkra slíka, er allir voru innan
við fimm ára gamlir. Einn sá fullkomnasti var byggður af Westinghaus-
verksmiðjunum og var rekinn sem tilraunaskóli. Sá skóli var að mestu
leyti einn salur í nokkrum álmum, en í miðju hans var hókasafnið, er
myndaði kjarna skólans og sá þaðan inn í allar álmumar. Lýsing var
óbein og hvergi mjög sterk, en þó það mikil, að þarna var hægt að taka
myndir inni eins og úti væri.
Námseiningaprófin í þessum skóla voru gerð með útfyllingu á gatna-
spjöldum, er daglega voru send í tölvu. Hún skilaði niðurstöðum sam-
dægurs og setti nemendum fyrir næsta dag. Gekk þá hver að sínu korti
með árituðum verkefnum. Með þessu var fyrir tekið að benda á mögu-
leika færibandafræðslu og vafalaust getur tölvan gert sitt gagn, en
persónulegt samband kennara og nemenda verður þó alltaf að sitja í
fyrirrúmi. Það sýndist mér líka vera í „opna skólanum“. Kennararnir
voru alls staðar til leiðbeiningar og viðræðu við nemendurna. Þannig
sköpuðust persónuleg tengsl, og þar sem margir kennarar starfa saman
á kennslusvæði, er möguleiki á nokkru úrvali í kynnum. Nemendurn-
ir geta því leitað til þess kennara, er þeim fellur bezt. Um slíkt er ekki
að ræða í bekkjarkennslu og það eitt getur haft vandamál í för með sér.
Sum börn elska þann kennara* er önnur hata, og samkomulag innan
bekkjarins getur farið eftir því.
Það sem telja mætti löst við „opnu skólana“ er, að erfitt er að koma
fyrir þeim tímum, er í daglegu tali eru nefndir sérgreinatímar. Börnin
færast oft milli deilda á skólaárinu og það eitt skapar mikinn vanda
varðandi stundaskrá. Mér sýndist því söngur, handavinna og lei'kfimi
HEIMILI OG SKOLI
79