Heimili og skóli - 01.08.1971, Page 13
Uppeldi eða áfengi
VIÐ FENGUM nýlega, í sjónvarpi, kynnt
ólík viðhorf í sambandi við „unglinga-
vandamálin“. En kynning sú varð mér lítils
virði: ekki skörulega stjórnað og viðhorf
viðmælenda ekki nógu ljós eða ákveðin,
nema þá prestsins helzt. M. a. var rætt um
„hátíðina“ í Saltvík. Það kom í Ijós, að
„Saltvík 1971“ var tilraun, gerð af sumum
í gróðaskyni, en öðrum til að bæta úr — en
mistókst að verulegu leyti. Forsvarsmaður-
inn (H. Bj.), sem virðist hafa viljað hjálpa
unglingunum til að lifa þessa hátíðisdaga
sér til ánægju og sæmilega, lét þarna at-
hyglisverð orð falla í sambandi við
skemmtiskrána í Saltvík (hljómsveitirnar):
„Það er beðið um þetta.“ I þeim orðum virt-
ist liggja, að þá væri sjálfsagt að verða við
bæninni! I slíku viðhorfi virðist mér koma
fram það, sem mesta unglingavandamálinu
veldur hjá íslenzkri þjóð. Og við athugun
kemur í Ijós, að um foreldra- eða uppal-
endavandamál er að ræða engu síður: Börn-
in biðja — og foreldrarnir eru oft fljótir
að játa, stundum af misskilinni góðsemi.
Börnin vaxa og bænin breytist í heimtu-
frekju. Foreldrarnir fjarlægjast, gefast upp,
og uppeldið er farið út um þúfur, — hafi
það eitthvað verið. Yissulega er ekki svona
að farið í hverri fjölskyldu — lof sé guði
—, en hættulega víða. Eða hvert stefnir,
þegar 8—12 ára barnið fær 500 og jafnvel
1000 krónur 17. júní — eins og gjarnan
sást hér á Akureyri núna — til þess að
„kaupa gott“ fyrir, að sjúga, bryðja, súpa
á þjóðhátíðinni? Hvað munu þau vilja fá
17. júní 1974?
Börn og unglingar okkar tíma þroskast
snemma, þ. e. a. s. líkamlega. Andlegi
þroskinn fylgir ekki, og í því liggur mikil
hætta, og hlutverk foreldra eða forráða-
manna verður því stærra og þýðingarmeira.
Þessi frísku, glæsilegu ungmenni, 12—15
ára, búa yfir fjöri og þreki, sem þarf að fá
viðfangsefni. En þau gera sér oft ekki grein
fyrir því, hvert straumurinn ber þau. Þeim
er sannarlega þörf á umhyggjusömum,
skilningsríkum leiðbeinendum, helzt föður
og móður. Hvers virði er slíkum ungmenn-
um að koma heim, þar sem faðir og móðir
sitja við reyk og skál með gestum sínum og
viðbrögð foreldranna verða aðeins þam að
faðirinn sýnir og gefur „þúsundkall“, svo
að unga stúlkan, ungi maðurinn, barnið
þeirra, hverfi burt og gleðji sig með sínum
félögum? Hvern þarf að furða, þótt ung-
mennin leiti þá á gleðifund, þar sem hljóm-
sveitin er hávær, reykur fyrir hvern sem vill,
áfengi ekki torfengið og jafnvel sterkari eit-
urlyf á boðstólum? Eitthvað þarf í tómið,
þar sem heimilið, pabbi, mamma og trún-
aðartraustið átti að vera. Og hljómsveitin,
enn sterkasti áhrifavaldurinn, nú, tekur til
með orgum og villimannlegum tilburðum
og fær þannig — stundum — með hjálp
HEIMILI OG SKOLI
81