Heimili og skóli - 01.08.1971, Side 14

Heimili og skóli - 01.08.1971, Side 14
áfengis og múgsefjun villt svo um fyrir ung- mennum, að þau sleppa sér alveg: brjóta, gráta, berja, ræna og neyta jafnvel kraft- anna til enn verri ofbeldisverka. Ábyrgð hljómsveitanna er mikil, hávaði þeirra oft stórhættulegur, — sannanlega. En þar kem- ur oft sama svarið: „Það er beðið um þetta!“ Flestir foreldrar neita þó, þegar smábarnið vill fá að leika sér með rakhníf- inn og hrossabrestinn inni í stofu! (Hvað er nú það? spyr einhver). Danshljómsveitamenn hafa óneitanlega mjög mikil áhrif — uppeldisleg — á ungl- ingana t. d. hvað snertir klæðnað, hárgerð, hreyfingar, framkomu og hávaða. Það er því full ástæða til að setja þeim starfsreglur, og gera til þeirra miklar kröfur. Flestir verða — nú til dags — að afla sér réttinda, oft með margra ára námi, til þess að verða hlutgengir í baráttunni um starf. Til þess að mega klippa kr^kkakoll þarf fjögurra ára nám. Virðist þó varla „hundrað í hættunni“ þar, þegar litin er hreytileg hárgerð ungling- anna! Aftur á móti virðist hver strákur geta verið í hljómsveit, glamri hann á eitthvað hljóðfæri og geti — með hjálp sterkra magn- ara —, framleitt mikinn hávaða. Dans- hljómsveitarstjórar ættu ekki að fá að starfa sem slíkir, án þess að ganga undir próf og sanna hæfni sína sem andlega þroskaðir og heilbrigðir menn, með ríka ábyrgðartil- finningu og vilja til að starfa með fólki, því til góðrar gleði og andlegs þroska. Tekjur hljómsveitarmanna eru oft mjög miklar, þótt þær nái ekki að jafnaði því „lítilræði“, sem hljómsveitarmaðurinn í sjónvarpsþætt- inum taldi sig hafa fengið í Saltvík (160 þúsund krónur). Hann benti og á kostnað við hljóðfærakaup. Fyrir 50 árum dugði ein harmonika til þess að „sjá um fjörið“ heil- ar nætur. Nú eru hljómsveitir með tæki fyr- ir milljónir króna og þurfa 20—30 mínútur til þess að „komast í gang“ með allt sam- an! Það er beðið um þetta, er svarið. Og hávaðinn er margfaldur við harmonikuna. En væri nú ekki á allan hátt heppilegra að fara hér einhvern milliveg? Fyrirmyndin er sótt — á ýmsan hátt — til hljómsveita stórþjóða. En þar er aðstað- an önnur: Leikið í sölum, mörgum sinnum stæi'ri, en algengt er á Islandi — og áheyr- endahópurinn eftir því, — svo og möguleik- arnir til hljóðfærakaupa. En hávaðans gæt- ir ekki eins í stóru sölunum. Erlendar hljómsveitir hafa komið til okk- ar, verið boðnar velkomnar, og árangur ekki alltaf jafnslæmur. En reynslan hefur sýnt, að unga fólkið okkar bregst stundum svipað við og hjá stærri þjóðunum: Hljómsveitin tekur völdin, táningarnir tapa ráði og rænu, sumir verða að aumingjum, aðrir að dýr- um! Flestir rétta þó við aftur, sem betur fer. Áhrifin geta þó orðið varanleg. En hver er svo vinningurinn, annar en krónurnar í vös- um þeirra, sem ósköpunum komu af stað? Svona innflutningur ætti ekki að vera frjáls, ekki leyfast, nema gjörþekkt sé „var- an“ að góðu. Við væntanlega nýja stjórnar- stefnu þyrfti að gæta miklu meiri aðgæzlu við innflutning af ýmsu tagi (klámrit, tertubotnar, kvikmyndarusl, bítlamúsik o. fl.) hvað, sem andstæðingar hrópuðu hátt um „innflutningshöftin“! Meðal þessa er líka áfengið, en einmitt í sambandi við það er fullorðinna „vandamál“ enn alvarlegra en unglinganna. Hroðalegt er að heyra um hörn og unglinga illa haldin og ósjálfbjarga af völdum áfengis, en hvaðan er fyrirmynd- in, hjá hverjum er drykkurinn fenginn, og hverjir setja lögin, sem ýmist hjálpa hinum 82 HEIMILI OG SKOLI

x

Heimili og skóli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.