Heimili og skóli - 01.08.1971, Qupperneq 16

Heimili og skóli - 01.08.1971, Qupperneq 16
Nýi_ skólinn að Hraínagili AÐ HRAFNAGILI í Eyjafirði er risinn nýr skóli, sem tók til starfa í október sl. Fyrir- hugað er að nemendur hans verði á aldrin- um 12—16 ára. Mjög mikill skortur hefur verið á skólum sem þessum í dreifbýlinu, og því fagnaðarefni að sjá þennan glæsilega skóla rísa og vera tekinn í notkun. Skólastjóri þessa nýja skóla að Hrafna- gili, er Sigurður Aðalgeirsson. Hann er fæddur í Neskaupstað 1945. Foreldrar eru Aðalgeir Sigurgeirsson og Bergþóra Bjarna- dóttir, en þau eru nú búsett á Húsavík. Hann lauk kennaraprófi frá Kennaraskóla Is- -lands 1966. Hóf sama ár kennslu við Mýr- arhúsaskóla á Seltjarnarnesi og var þar til ársins 1968, en gerðist þá kennari við Varmalandsskóla í Borgarfirði og þaðan kemur hann til starfa að nýja skólanum. Kona hans, sem einnig er kennari við skól- ann, heitir Sigurlaug Salómonsdóttir og er ættuð frá Húsavík. Ég hitti Sigurð að máli og lagði fyrir hann nokkrar spurningar varðandi skólann og skólastarfið. Hefur formlega verið gengið frá nafni skólans? Á skólanefndarfundi í október síðastliðn- um var samþykkt, að nafn skólans skyldi vera Hrafnagilsskóli, en ekki hefur enn bor- izt samþykki ráðuneytis vegna þessarar nafngiftar. Hvaða sveitarfélög standa að skólanum? Hrafnagilshreppur, Saurbæjarhreppur, Ongulsstaðahreppur og Svalbarðsstrandar- hreppur. Hverjir skipa skólanefndina? Formaður er Jón Heiðar Kristinsson Ytra-Felli. Aðrir í skólanefnd eru: Harald- ur Hannesson Víðigerði, fyrir Hrafnagils- hrepp. Fyrir Saurbæjarhrepp er Eiríkur Björnsson Arnarfelli. Fyrir Öngulsstaða- hrepp er séra Bjartmar Kristjánsson Lauga- landi. Fyrir Svalbarðsstrandarhrepp er Stefán Júlíusson Breiðabóli. Er skólinn fullbyggður? Nei. Nokkuð vantar enn á að svo sé. I I. áfanga byggingarinnar er heimavistarhús- 84 HEIMILI OG SKOLI

x

Heimili og skóli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.