Heimili og skóli - 01.08.1971, Síða 21

Heimili og skóli - 01.08.1971, Síða 21
Jóhannes Halldórsson. Faðir barnafræðslnnnar á Aknreyri „Kenndir þú ungum ævi langa ráðvant líf og rétta götu.“ (Matth. Joch.) Á ÞESSU ári er aldarafmæli almennrar barnafræðslu á Akureyri. Fyrsti skólastjóri harnaskóla hér var cand. theol. Jóhannes Halldórsson og er því ekki óviðeigandi að hans sé eitthvað minnzt á þessum tíma- mótum. Jóhannes Halldórsson var fæddur að Melstað í Miðfirði 5. des. 1822. Foreldrar hans voru séra Halldór Ámundason, prest- ur þar, og síðari kona hans Margrét Egils- dóttir. Jóhannes hóf nám í Bessastaðaskóla 19 ára að aldri, en tók stúdentspróf úr Reykja- víkurskóla 1850. Guðfræðipróf tók hann þrem árum síðar, eða 1953. Sama ár mun hann hafa flutzt til Akureyrar og gerðist þar barnakennari. Talið er, að hann hafi kom- ið hér fyrst á vegum Jóhanns Gottfred Hav- steens kaupmanns til að kenna börnum hans. Mun hann hafa verið heimiliskennari þar hin næstu ár. Er þetta skiljanlegt því að J. G. Havsteen átti 11 börn á lífi 1860, og hafa 5 þeirra verið á skólaaldri 1853, 8—11 ára, tvær stúlkur eldri, 16 og 17 ára, og fjögur börn yngri, sem bætzt hafa í nem- endahóp Jóhannesar næstu árin. Þá mun hann hafa verið heimiliskennari hjá fleiri kaupmönnum og efnaðri borgur- um, og einnig mun hann hafa haft einka- skóla heima. Hefur þetta verið þreytandi starf, því að sennilega hefur hann verið við kennslustörf mest allan daginn frá morgni til kvölds. En þegar bæjarstjórn samþykkir að stofna hér barnaskóla 1871, var Jóhannes, þessi vinsæli kennari, sjálfkjörinn kennari við hann og síðar skólastjóri, þegar fleiri kennarar bættust við. Því starfi gegndi hann til 1884, en lét þá af því vegna heilsubrests rúmlega sextugur að aldri. Jóhannes byggði sér hús í Aðalstræti 2 og bjó þar síðan. Ekki er með öllu ljóst, hvort barnaskólinn 1871 byrjaði í húsi Jó- hannesar eða næsta húsi við, og verður HEIMILI OG SKOLI 89

x

Heimili og skóli

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.