Heimili og skóli - 01.08.1971, Síða 22
sennilega aldrei úr því skorið með fullri
vissu. En þarna við enda Aðalstrætis var
skólinn tvö fyrstu árin.
En kennslustörfin voru ekki það eina,
sem Jóhannes vann fyrir Akureyrarbæ.
Hann var í bæjarstjórn í 21 ár og þar af
oddviti hennar í 19 ár. Og ber það vott um
traust það, er hann naut í bæjarstjórninni.
Á sumrum fékkst hann oft við verzlunar-
störf, og í mörg ár var hann annar endur-
skoðandi reikninga Gránufélagsins.
Jóhannes var tvíkvæntur. Fyrri kona hans
var Ragnheiður Ólafsdóttir, læknis að Hofi
í Hörgárdal Thorarensen. En hana missti
hann eftir 8 ára sambúð. Þau áttu eina
dóttur barna, sem hét Margrét Anna, en hún
dó ógift á Akureyri 1951 í hárri elli.
Síðari kona Jóhannesar var Ragnheiður
Maren Þórarinsdóttir frá Skjaldarvík, Thor-
arensen. Þau eignuðust tvær dætur, Hall-
dóru og Katrínu Kristínu, sem báðar dóu í
æsku. Venjulega voru 5—6 manns í heimili
hjá Jóhannesi og var þar alltaf ein vinnu-
kona í vist.
Jóhannes mun hafa verið slitinn eftir
kennslu og störf í þágu bæjarins, er hann
lét af skólastjórn. Það var ekki alltaf létt
verk né vinsælt að ná inn hæjargjöldunnm.
Þó mun hafa verið enn erfiðara fyrir Jó-
hannes, að heimta inn skólagjöldin. Enda
var hann ekki upphafsmaður þess, að bær-
inn hæfi rekstur barnaskóla, hvort sem það
hefur komið af því, að hann vildi ekki það
liti út fyrir, að hann væri að vinna fyrir
sjálfan sig, eða hann hefur viljað hlífa bæj-
arsjóðnum við útgjöldum af skólanum.
Hvort sem er sýnir það heiðarleika Jó-
hannesar.
Jóhannes andaðist 30. marz 1904. Minn-
ast Akureyrarblöðin hans hlýlega. I „Norð-
90
urlandi“ stendur eftirfarandi:
„Jóhannes var hinn mesti merkis- og
sæmdarmaður. Hann var ólíkur því, er al-
mennt gerist, svo var hann samvizkusamur,
vandur að virðingu sinni og vandvirkur á
öllu því, sem hann tókst á hendur.“
Þessu sama víkur séra Matthías að í
fögru erfiljóði um Jóhannes, sem birtist í
„Norðurlandi“. Þar segir:
„er aldregi
um ævidaga
vitandi veik
af vegi réttum.“
Einkunnarorð þessarar greinar eru úr
sama kvæði séra Matthíasar. Um hvernig
honum voru launuð trúverðug störf hans,
segir skáldið:
„Lág eru laun
er lýðir færa
fræðiföður
frómhjörtuðum.“
Og mun það satt vera, að ekki hafi hann
borið það úr býtum, sem verðugt var fyrir
trúverðug störf sín. En hann kaus sér hljóð-
lát störf við kennslu í samvistum við lítil
börn í stað þess að sækja um prestsembætti,
sem hann hafði menntun til. Þó mun hann
eitt sinn hafa sótt um prestakall nokkru eftir
að hann lauk embættisprófi.
Hér hefur með fáum orðum verið minnzt
þessa „fræðaföður“ barnaskólans hér. En
sökum ókunnugleika verða þessi orð ekki
fleiri.
Eiríkur Sigurðsson.
HEIMILI OG SKÓLI