Heimili og skóli - 01.08.1971, Síða 24
Sparifjársöfnun
skólabarna
EINS OG undanfarandi ór, er öllum 7 ára börnum sendar 50 króna óvísanir
fró Seðlabankanum og ó þeffa að verða sfofnfé í sparisjóðsbókum þessara ungu
einsfaklinga. í meðfylgjandi bréfi fil forróðamanna barnanna segir:
Ávísunina mó
leggja inn í
hvaða innlóns-
sfofnun, sem
vera skal.
Vasapeningar
gefa verið goff
kennslufæki.
Ávísun þessa má leggja inn í hvaða innlánsstofnun sem vera skal, og er
um nokkrar tegundir sparisjóðsreikninga að velja, eins og ávísunin ber
með sér. Ávísun, sem lögð er inn í banka eða Sparisjóð Reykjavíkur og
nágrennis, innleysir hlutaðeigandi stofnun sjálf, en Seðlabankinn end-
urkaupir ávísanir af öðrum innlánsstofnunum.
Nú á dögum þykir sjálfsagt, að börn læri að nota peninga og njóta
þeirra. Mistök hljóta vissulega stundum að eiga sér stað, en með tíman-
legri hægfara byrjun verða þau minni en ella. Bæði hver einstaklingur
og þjóðin í heild á mikið undir farsælu uppeldi á þessu sviði sem öðr-
um.
Sparisjóðsbókin er eitt kennslutækjanna — og þegar barn á í hlut,
ber fyrst og fremst að skoða hana sem kennslutæki, en ekki tæ'ki til að
mynda sjóð, þótt hún geti að sjálfsögðu verið það líka.
Annað kennslutæki er skotsilfur — vasapeningar. Um þá segir dr.
Haim Ginott, prófessor í sálarfræði og sállækningum við háskólann í
New York, einn virtasti fræðimaður heims á sínu sviði:
Á nútímaheimili þykir sjálfsagt að barn fái vasapeninga —- ekki síður
en fæði og klæði — vegna þess að það er einn af meðlimum fjölskyld-
unnar. Vasapeningar eru ekki verðlaun fyrir góða hegðun eða kaup
fyrir veitta aðstoð. Þeir eru uppeldistæki með ákveðnum tilgangi, að
veita einstaklingum reynslu í meðferð peninga með því að velja og hafna
og bera ábyrgð í eigin höndum. Af þessu leiðir, að of strangt eftirlit með
notkun vasapeninga mundi gera tilgang þeirra að engu. í stað þess þurfa
að vera ákveðnar reglur, sem taka skýrt fram hvaða kostnaðarliðir eiga
92
HEIMILI OG SKOLI