Heimili og skóli - 01.08.1971, Síða 28
það mark að komast í þá skemmtilegu aðstöðu
að geta valið um ýmsa „lífskosti“. Börn eru bara
einn þeirra, enda þótt þau séu dásamleg. Við
skulum líta á hina kostina:
Fullt starf eða starf, sem krefst aðeins brots úr
vinnudegi. Þátttaka í atvinnulífinu getur komið
að notum bæði andlega og fjárhagslega. Hvaða
áhrif mundi eitt barn í viðbót hafa á möguleika
þína, ef þú vildir eða þyrftir að leita þér að at-
vinnu í náinni framtíð? Og sértu þegar í starfi,
hefur fjölskylda þín þá efni á þeim tekjumissi,
sem hún yrði fyrir, ef þú yrðir að hætta störfum
til þess að eignast harn?
Áhugamál og áhugastörf. Hafir þú hvorki
áhuga á starfi utan heimilisins né þarfnist þess,
hvernig litist þér þá á þá hugmynd að „taka frá“
hluta af ævi þinni til þess að fullnægja listhneigð
þinni og taka þátt í einhverju, sem veitir sköpun-
argleði þinni útrás, og til þess að verða athyglis-
verð kona, sem börnin geta verið hreykin af?
Framhaldsnám. Frekari menntun mun auka
víðfeðmi lífs þíns og gera þér fært að halda áfram
að „verða samferða“ börnunum þínum, hvort
sem þú ferð aftur í skóla til þess að halda áfram
námi, sem þú hættir áður við, eða til þess að afla
þér starfsmenntunar og þj álfunar eða til þess eins
að vaxa sem persóna.
Sjálfboðaliðsstörf. Þau störf, sem þarfnast
starfskrafta, eru eins margbreytileg og konurnar,
sem vinna þau. Ef ástæðan fyrir því, að þú hefur
verið að hugsa um að eignast barn í viðbót, er sú,
að þú elskir 'börn, gæti sjálfboðaliðsstarf á dag-
heimili orðið mjög innihaldsrík uppbót.
Það getur aldrei orðið um að ræða eitthvert
fastákveðið svar við spurningunni um, hve mörg
börn þú ættir að eignast. Við vitum, að ást sú,
sem börnin vekja, veitir geysimikla fullnægingu,
og að margir skynsamir eiginmenn og eiginkon-
ur munu alltaf meta slíkt ofar öllu öðru. En öll
hugsandi hjón ættu að íhuga kostina og gallana
og hinn nakta ranveruleika, sem er því samfara
að vera foreldri. Svarið verður að koma frá heil-
anum ekki síður en hjartanu, þegar það kemur.
Family Health.
TIL GAMANS
— Segið mér, fröken, trúið þér á ást við fyrstu
sýn?
— Nei, ættum við ekki að hittast aftur á morg-
— Jæja, hvernig lízt þér á hann litla bróður
minn?
— Iss, mér lízt ekkert á ’ann. Þú ihefðir heldur
átt að góma storkinn í staðinn.
★
Gamli maðurinn:
— Það var rétt hjá ykkur, drengir mínir, að
tína þetta pappírsrusl upp af götunni. Hvað gerið
þið svo við það?
Strákamir:
— Við stingum því ofan í póstkassana.
★
Pétur:
— Heyrðu, pábbi. Kennarinn sagði í dag, að
dýr fengi nýjan loðfeld á hverjum vetri.
Faðirinn:
— Hafðu ekki svona ’hátt, drengur. Hún
mamma þín er inni í stofu.
★
— Farðu ekki of langt út í sjóinn, Siggi minn.
— Já, en pabbi er langtum lengra úti.
— Já, hann er líka vátryggður.
96
HEIMILI OG SKÓLI