Ólavsökan


Ólavsökan - 01.07.1943, Blaðsíða 9

Ólavsökan - 01.07.1943, Blaðsíða 9
magnþrungum kliði þjóðsöngvanna úr hundruð- um mannsbarka. Hvað sameinaði þessa mörgu og mismunandi einstaklinga, jafnt úr breiðri byggð sem frá yztu andnesjum, svo að allir voru sem einn maður? Það var sameiginlegur þjóð- legur menningararfur, sameiginleg erfð allrar þjóðarinnar, erfð frá feðrum og mæðrum, — já allt frá áum og eddum, arfur, sem megnaði að tengja þjóðina í eitt og knýja hana til gleði og samfagnaðar — alla á einum þjóðardegi, Ólafs- vökunni, erfðahátíð þjóðarinnar. Þetta var menningararfur, sem bar ávöxt í lífi fólksins. Mér varð hugsað heim, norður yfir sundið á milli landanna. Hvar birtist okkar þjóðlegi arf- ur þessu líkt í lífi þjóðarinnar? Hvenær mun sá dagur koma, að Islendingar meti svo eða kunni að fara svo með sinn þjóðararf, að hann megni að sameina þá sem einn mann, þó ekki væri nema einn dag af hverjum þrjú hundruð sextíu og fimm? Svo hugsaði eg. En að hugsa hefir sinn tíma og að gleðjast hefir sinn tíma. Og áð- ur en eg vissi, hafði færeyskur kunningi minn kippt mér inn í hringinn, og ljóshærð og bros- leit frænka mín frá Grími Kamban eða Götu- skeggjum stóð mér við aðra hlið. En það var fleira, sem mér þótti fróðlegt að kynnast í Færeyjum. Kynni mín af kennurun- um og ýmsum fleiri mætum mönnum færðu mér heim sanninn um það, að þar er haldið uppi sí- felldri og markvissri baráttu fyrir þjóðlegri menningu. Það er í rauninni undravert, að svona fámennri þjóð skyldi takast að varðveita tungu sína á hinum myrku öldum, þrátt fyrir stöðuga ásókn dönskunnar, sem fram á þessa öld þótti ein sæmandi við opinbera skóla og guðsorðaflutning í kirkjum þar í landi, að ekki sé talað um öll embættisstörf og því um líkt. Færeysk tunga hefir lifað allt þetta af og er því enn í dag sjálfstæð og merkileg grein á hin- um norræna málameiði og mun standa íslenzku næst að frumleik. Hún hefir meira að segja varðveitt sum málseinkenni betur en íslenzkan. Færeyingar hafa haft réttan skilning á því, hvert þeim bæri að leita sínu eigin máli til stuðnings og endurnýjunar. Þeir hafa tekið upp í kennslubækur sínar fjölda íslenzkra orða, nýrra og gamalla, með hliðsjón af sams konar kennslubókum íslenzkum. Flestir Færeyingar skilja íslenzku og margir tala hana, enda eru málin næsta lík og þó enn líkari á bók en í munni. Þegar við minnumst þess, hvernig kom- ið var fyrir okkar máli um eitt skeið, ætti okk- ur að verða enn ljósara, hvílíkt kraftaverk fær- eyska þjóðin hefir gert, er henni tókst að halda sinni eigin tungu í öngum liðinna alda. Færeyingar eru þannig í sveit settir, að milli þeirra og Islendinga hljóta jafnan að liggja straumar menningar og ýmiss konar samskipta. I þeim viðskiptum mega íslendingar aldrei gleyma því, að Færeyingar eru, þótt fámennir séu, ein af frændþjóðum þeirra á Norðurlönd- um, sem vegna menningar sinnar og tungu er og verður sérstök þjóð. Guðni Jónsson, magister. Ólafsvakan í Færeyjum 1930 er mér ógleym- anleg. Eg var þá gestur þar, ásamt 20 knatt- spyrnumönnum úr Reykjavík. Að vísu var hátíðin alveg sérstök að þessu sinni, þar sem þetta var 900 ára afmæli Ólafs- vökunnar. Það var ánægjulegt að sjá, daginn fyrir hátíðina, hina mörgu báta og skip, hlaðin af fólki, jafnvel frá hinum yztu annesjum, streyma inn til Þórshafnar. Þetta var sannkall- aður þjóðhátíðardagur Færeyinga, dagur, sem lét fólkið gleyma öllu erfiði og dægurþrasi og muna það eitt, að í dag væru allir Færeyingar. Aldrei hefi ég séð áður fólk jafn samtaka að skemmta sér, æðri sem lægri, og minnast um leið sögu þjóðar sinnar. Og færeyski dansinn, með sínum þjóðlegu, gömlu kvæðum, var stiginn alla nóttina, út á grænum grundum og inn í stórum danssölum. Færeyingar eiga dansinum sínum áreiðanlega mikið að þakka. Hann sýnir bezt, hvað það er nauðsynlegt til þjóðlegrar einingar, að halda við gömlum, þjóðlegum venjum. Eg óskaði þess þá og ég óska þess enn, að við íslendingar ætt- um slíkan sannan þjóðhátíðardag. Færeyjar eru stórhrikalegar við fyrstu sýn, en ef maður dvelur þar nokkra daga, kemst maður brátt að því, að í Færeyjum eru margir fagrir staðir. Eftir heimkomu okkar knatt- spyrnumannanna, ritaði ég um ferðina í Les- bók Morgunblaðsins og lét fylgja greinunum nokkrar myndir frá Færeyjum. Eg man, að margir, sem komið höfðu við í Færeyjum á leið sinni til Kaupmannahafnar eða Bergen og rétt stigið fótum á land í Þórshöfn, sögðu við mig, ■ÓLAVS0KAN 9

x

Ólavsökan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ólavsökan
https://timarit.is/publication/1879

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.