Húnvetningur - 01.06.1944, Blaðsíða 2

Húnvetningur - 01.06.1944, Blaðsíða 2
2 HÚN VETNIN GUR er flutt sjóleiðina, svo hér er um miklar vörur og verðmæti að ræða, og mikið í húfi fyrir alla að vel og giftusamlega tak- ist til um upp- og framskipun. Nú er ástandið þannig með bryggjuna, að segja má að hún sé ekki nothæf í því ástandi sem hún er nú. Eins og þeir vita, sem til þekkja, hafa verið á bryggjunni tveir „kranar“, til afnota við að hala báta upp og niður við afgreiðslu skipa, svo og til þess að taka vörur upp úr bátum. í apríl s. 1. brotnaði svo annar þessara „krana“, og hefir enn ekki fengizt úr því bætt, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Við þetta gerbreyttist og versnaði öll aðstaða hvað upp- og framsetningu á bátum snertir, því frá þeim tíma hefir orðið að setja þá með handafli einu, þann- ig, að taka verður bátana ofan af bryggj- unni þar sem hún er meira en tvær álnir á hæð, og koma þeim svo aftur upp á sama stað, að aflokinni notkun. Uppskip- unarbátarnir eru stórir og þungir, og er því augljóst að þetta er mjög erfitt og seinlegt verk. Við þetta bætist svo, að oft verða menn að standa í sjó upp undir hendur, í hvaða veðri sem er, og má þá oft litlu muna að ekki hljótist slys af. Auk þessa er svo þessi meðferð á bátunum á- kaflega slæm, þeir vilja liðast og verða ó- þéttir, og alltaf mikil hætta á, að þeir beinlínis brotni. Ekki er hægt að vinna að setningi um fjöru, og ekki fyr en er hálffallið, og vegna þess, að ekki er hægt að bjarga bátum, nema á vissum tíma sjávarfalla, er alltaf mikil áhætta að setja þá á sjó, þar sem iðulega brimar hér á örstuttum tíma, og þá er engin leið til bjargar. Taki maður svo kostnaðarhliðina, er út- koman sízt betri, setningur á bátum upp og ofan kostar alltaf fleiri hundruð krón- ur á þennan hátt, í hvert sinn. Ofan á þetta bætist svo að taka hefir orðið í burtu mótorvél úr öðrum uppskipunar- bátnum — en hann var jafnframt notað- ur sem dráttarbátur — til þess að gera hann meðfærilegan í setningi, og er því ekki lengur um þann vinnusparnað og þægindi að ræða að hafa dráttarbát, nema að fá hann einhversstaðar að í hvert sinn, og það kostar mikið. Þó að uppskipun hér hjá kaupfélaginu þyki dýr og sé það óneitanlega, þá liggur ekki við, að sá rekstur beri sig, eða yfir- leitt það að hafa afgreiðslu skipanna með höndum, eins og nú er háttað. Ég er alveg viss um að beint tap félags- ins á þessum rekstri hefir skipt mörg þús- und krónum árið sem leið. Þetta hefir að vísu ekki verið gert upp enn, en það mun verða gert síðar. Sem lítið dæmi um þetta vil ég nefna, að þegar Súðin kom hér sein- ast, var hallinn á afgreiðslu hennar rúm- ar ellefu hundruð krónur, þó var aðstaða öll sæmileg, eftir atvikum, gott veður og unnið við lægsta kauptaxta (dagvinna). Hefði skipið nú verið hér að nóttu til, eins og oft vill verða, hefði tapið orðið miklu meira. Fyrir utan þetta er svo allur snjó- mokstur af bryggjuveginum, en hann verð- ur kaupfélagið líka að borga. Það er nú ekki undarlegt þó að mörg- um kunni að þykja þetta ófögur lýsing, og líkari því að hún væri tekin aftan úr forneskju, en að þetta ætti sér stað nú á tímum og það í einu blómlegasta og byggilegasta héraði landsins, en útlitið er ekki glæsilegt. Nú þegar þetta er ritað, — fyrstu dagana í febrúar — er víða snjó- þungt og jarðlítið í héraðinu, hey lítil og slæm eftir óhagstætt sumar, og þörfin fyrir aðfluttan fóðurbæti því mikil. Nú hefir verið pantað mikið af rúgmjöli til* skepnufóðurs, og fengið leyfi fyrir. Er vonandi að betur rætist úr en áhorfist með að ná þvi í land — ásamt öðrum vörum — þegar þar að kemur. Nú munu menn spyrja, hvað helzt sé til ráða í þessu máli, til úrbóta, og er þá ekki um nema tvær leiðir að velja. Önnur er sú, að reyna að bæta þá aðstöðu sem hér

x

Húnvetningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húnvetningur
https://timarit.is/publication/1880

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.