Húnvetningur - 01.06.1944, Blaðsíða 3

Húnvetningur - 01.06.1944, Blaðsíða 3
HÚN VETNIN GUR 3 er, eftir því sem hægt er, og það sem fyrst, en hin leiðin er, að hætta við alla afgreiðslu skipa hér og strika Blönduós alveg út sem höfn eða lendingarstaðK en beina flutningunum í gegn um Skaga- strönd. Nú er vegurinn til Skagastrandar talinn 23 km., en það mætti stytta hán'n til mikilla muna með þvi að leggja hann neðar en nú er. Þegar svo búið væri að bæta höfnina þar, svo að hún væri skip- geng að bryggju, sem hlýtur að verða fljótlega, mundi uppskipun og keyrsla frá Skagaströnd ekki verða mikið seinlegri en hér, og sennilega ódýrari, og það sem mest er um vert, þessi leið yrði í flestum tilfellum alveg örugg. Og auk þess yrði það til mikilla þæginda fyrir héraðið allt, að fá góðan veg til Skagastrandar og dagleg- ar ferðir, einkum ef þar risi upp síldar- vinnslustöð, eins og ekki er ólíklegt að verði. En þetta kemst nú ekki í framkvæmd fyrst um sinn, og er því ekki um annað að tala en að reyna að gera svo við bryggj- una hér, að, hún verði nothæf. Á fundi, sem stjórn kaupfélagsins hélt nú stuttu eftir áramótin, voru þessi mál tekin til athugunar, og 'var formanni bryggjunefndar boðið á fundinn. Þar varð það að ráði, að K. H. bauðst til þess að lána bryggjunni fé til þess, ef hægt væri, að hrinda þessum málum eitthvað áleiðis, og það sem fyrst. Það kann að vísu að orka tvímælis, hvort rétt sé að K. H., sem er einstakra manna eign, og rekið með hagsmuni þeirra fyrir augum, eigi að lána fé til fyrirtækis eins og bryggjunnar, sem er að nokkru leyti opinbert fyrirtæki, en' stjórn kaupfélagsins leit svo á, að hag félagsins og héraðsins yfirleitt væri bezt borgið með því að hlaupa þarna undir bagga. Sjálf á bryggjan ekki neitt til neins, en skuldar yfir 50 þús. krónur, og sést bezt á þessu hvert olnbogabarn hún hefir verið og vanmetin frá fyrstu tíð. Stjórn K. H. ásamt bryggjunefnd, fól svo Hafsteini Péturssyni að annast fram- kvæmdir þessa máls. Er hahn nú kominn til Reykjavíkur, og eru miklar vonir við það tengdar, að erindi hans megi verða sem bezt. Það nær ekki tilgangi sínum að leggja í það mikið fé og erfiði að teygja vegina heim á sem flest býli í sýslunni, ef einn hlekkurinn í þeirri keðju er svo veikur, að hann kemur ekki að tilætluðum notum, og getur bilað þegar verst gegnir, og við verðum að gera okkur það vel ljóst, Hún- vetningar, að einmitt þetta atriði, að halda aðalflutningaleiðinni inn í sýsluna 1 sæmi- legu standi, er eitt af mestu hagsmuna- málum héraðsins, og þó við þykjum ófé- lagslyndir og sundurleitir í skoðunum, ætt- um við allir að geta sameinazt um þetta mál, og hjálpazt að því að koma því í framkvæmd. J. S. B. Ullarþvottur og kembivélar. Kaupfélagið lagði til hliðar kr. 10.000,00 á síðastliðny ári í kembivélasjóð. Nú hefir stjórn K. H. farið þess á leit við dr. Hall- dór Pálsson, sem fer utan á vegum ríkis- stjórnarinnar, að hann kynni sér þessi mál með sérstöku tilliti til þess, hvernig ullarvinnslumálin verði bezt leyst hjá okk- ur og eins og hans var von og vísa, hefir hann lofað því. Einnig mun hann í sam- ráði við S. í. S. reyna að fá sölutilboð um vélar og áhöld við okkar hæfi. Það hefir komði til tals að gera nú þegar ráðstafanir til að tryggja fjármagn í þessu skyni, t. d. með því að safna hluta- fé til fyrirtækisins, sem handbært væri, þegar rétt virtist að koma þessu nauð- synjamáli í framkvæmd og gæti þá komið til mála að K. H. ávaxtaði slíkt fé með sparisjóðs vöxtum, þangað til, að til þess þarf að taka.

x

Húnvetningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húnvetningur
https://timarit.is/publication/1880

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.