Húnvetningur - 01.06.1944, Blaðsíða 6

Húnvetningur - 01.06.1944, Blaðsíða 6
6 HÚNVETNINGUR Utibúsmálið í fyrra vetur var sett á stofn útibú frá K. H. á Blönduósi innan Blöndu og var Halldór Albertsson ráðinn til að veita því forstöðu, og leigt af honum hús til verzl- unarrekstursins. Ráðningatíminn var að- eins 1 ár eða árið 1943. Mun fyrrv. stjórn hafa byggt þessa ráðstöfun sína á ítrekuðum kröfum aðal- funda um að slíkri stofnun væri komið upp, en um leið virðist hún hafa ætlazt til að reynslan skæri úr um það, hvort haldið yrði áfram með útibúið, þar sem forstjórinn var aðeins ráðinn til eins árs. Þetta virtist hinni nýju stjórn eðlileg af- staða og samþykkti því með samhljóða atkvæðum á fyrsta fundi sínum að segja útibússtjóranum upp starfinu frá ára- mótum, þó samningslega hefði það má- ske ekki þurft. Var þetta gert til þess að hafa algerlega óbundnar hendur, hvort heldur stjórninni litist að hætta verzlun- arrekstrinum eða breyta fyrirkomulaginu. Það virðist liggja ljóst fyrir, að útibús- reksturihn mundi ekki bera sig, ef félagið — útibúið — næði ekki nokkru af þeirri umsetningu, sem aðrar verzlanir á Blönduósi hafa haft, því að öðrum kosti á vörum væri felld niður og ennfremur prósentur hans af vöruumsetningu. Auk þessa fær kaupfélagið til afnota sem svarar 3 herbergjum sem fyrverandi kaup- félagsstjóri hafði til umráða og verður það íbúð handa einum starfsmanni, sem átti samningsbundna kröfu um íbúð. Eru það því allmikil þægindi fyrir K. H. eins og nú horfir í húsnæðismálum hjá félaginu. Laun — peningagreiðsla — eru ekki hærri en þau voru til fyrirrennarans, og hlunnindi þau sömu að öðru en hér hefir verið talið. H. P. var útibúsreksturinn viðbótarkostnaður við núverandi vöruumsetningu félagsins og það sem vanst við slíkt var aðeins að gera félagsmönnum — aðallega Blöndu- ósingum innan Blöndu — þægilegra að ná í vörur frá K. H. Útibú, sem reist var á þeim grundvelli, gat vart átt rétt á sér, því þá gátu meðal annars komið fram með líkum rökum kröfur frá sveitunum að fá útsölur hjá sér. Við þetta bætist það, að síðastliðið ár hefir verið mjög tregt um að fá vörur til að verzla með fram yfir þann kvóta, sem verzlanir hafa haft áður og ekki er betra útlitið hvað það snertir, enda reynd- ist það svo, að margar vörutegundir, sem bezt er að verzla með, vantaði alveg tímunum saman, bæði í K. H. og útibú- inu á síðastliðnu ári. Jólavörur fengust ekki nægar í aðalverzlunina, hvað þá í úti- búið. Þegar stjórnin íhugaði þetta, þá varð henni ljóst, að frá fjárhagslegu sjónarmiði væri ekki rétt að halda áfram rekstri úti- búsins undir sömu kringumstæðum og sið- astliðið ár. En með því að útibúsrekstur. var hafinn og aðalfundir höfðu verið meðmæltir úti- búsrekstrinum og ekki sízt vegna þess, að Blönduósingar virtust leggja kapp á að útibúið starfaði áfram, þá tók stjórnin það alvarlega til athugunar, hvort ekki væri hægt að gera útibúsreksturinn álit- legri innan Blöndu en hann virtist hafa verið síðastliðið ár og samþykkti á fundi 6. des. með öllum atkvæðum að fela for- manni að leita fyrir sér um betri aðstöðu til útibúsrekstursins. Eins og bent er á fyr var það þetta sem vinna bar að: 1. Fá betri aðstöðu gagnvart ferða- mannaverzlun.

x

Húnvetningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húnvetningur
https://timarit.is/publication/1880

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.