Húnvetningur - 01.06.1944, Blaðsíða 5

Húnvetningur - 01.06.1944, Blaðsíða 5
HÚN VETNIN GUR 5 Nú hefir Jón S. Baldurs orðið við tilmæl- um þeim, er áður getur og legg ég hérmeð fram umsókn hans um framkvæmda- stjórastarfið ásamt útdrætti úr fundargerð stjórnarinnar snertandi þetta mál. Samkvæmt dagskrá fundarins liggur fyr- ir tillaga frá stjórninni eða meiri hluta hennar, að fundurinn ráði nefndan Jón S. Baldurs, sem framkvæmdastjóra og eðli- lega feli stjórninni að ganga nánar frá samningum við hann. Væntum við heilla- vænlegrar afgreiðslu á þessu máli af fund- arins hendi“ Kaupfélagsstjóraskiptin. Það var stefna hinnar nýju stjórnar frá því fyrsta, að skilja sem bezt við fyrverandi kaupfélagsstjóra Pétur Theó- dórs og bauð stjórnin honum því strax að afloknum aðalfundi að starfa hjá félaginu við reikningsuppgerð þar til ársreikningar væru að fullu gerðir, enda mun flestum kaupfélagsstjóraskiptum þannig hagað. Kaupfélagsstjórinn synjaði þessu tilboði með bréfi dags. 16. sept. f. á. og fór um leið fram á að vera laus frá störfum við félagið 10. des. síðastliðinn. Stjórn félagsins taldi að það mundi verða kaupfélaginu til nokkurs aukins kostnaðar og lagði því að kaupfélags- stjóranum, að starfa til nýárs eins og hon- um að líkum bar. En hann hélt fast við kröfu sína um að losna 10. des. Stjórnin vildi ekki gera slíkt að kapps- máli, og varð við óskum kaupfélagsstjór- ans. En þar sem Jón Baldurs var ráðinn frá áramótum og bundinn við annað starf til þess tíma, þá fól stjórnin formanni framkvæmdastjórastarfið frá 10. des. þangað til Jón S. Baldurs tæki við og þá um leið að taka við verzluninni og vera við talningu. Samþykkti Jón Baldurs þetta fyrir sitt leyti. S. í. S. sendi hinn prýðilega endurskoð- anda sinn, Benedikt Jónsson, til að vera við vörutalningu og afhendingu, og er stjórnin mjög þakklát fyrir þá miklu og góðu aðstoð. Stjórninni þótti ekki annað hlýða en að kveðja fyrrv. kaupfélagsstjóra fyrir fé- lagsins hönd og þakka honum störf hans. Starfstími hans hjá félaginu var um 33 ár. Hélt stjórnin honum því kveðjusamsæti og færði honum málverk að gjöf. Breytingar á starfssamningi við kaupfé- Iagsstjóraskiptin. Við vörutalningu kom það í ljós, að ó- eðlilega mikið var af skemmdum, göml- um vörum í birgðunum og nýrri vörur nokkuð gallaðar, og stöfuðu skemmdir oft af músagangi. Að því er virðist getur starfssamningur fyrv. kaupfélagsstjóra að nokkru hafa stutt að þessu. í honum var ákveðið visst % gjald til að mæta vöru- rýrnun, sem stafaði af því að vörur töp- uðust alveg, og af sundurvigtun en ekki vöruskemmdum. Slíkir samningar hafa yf- irleitt reynzt illa og eru að ýmsu við- sjárverðir. Sérstaklega er þessi ábyrgð lít- il trygging, þegar engin ábyrgð er fyrir vöruskemmdum. Ef ábyrgð fylgdi vöru- rheðferð kaupfélagsstjóra, þá lægi bein- •ast við, að hann væri ábyrgur fyrir því ef vörur skemmdust af vanhiröu, enda náði ábyrgðin fyrr á árum að minnsta kosti til þessa liðs einnig. Eitt af því, sem gerir fyrnefnda ábyrgð óeðlilega, er það, að kaupfélagsstjórinn ræður ekki starfsfólkið heldur stjórnin. Ennfremur kom það fram í reiknings- skilum fyrrverandi kaupfélagsstjóra, að hann færði sér til tekna vangoldið frá fé- laginu fyrir vöruábyrgð á liðnum árum, um kr. 8000,00 — og fyrir síðastliðið ár um kr. 4500,00. Stjórnin var því sammála um að þetta fyrirkomulag við ráðningu kaupfélags- stjórans væri ekki heppilegt fyrir kaup- félagið, og varð það því að samkomulagi við núverandi kaupfélagsstjóra, að ábyrgð

x

Húnvetningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húnvetningur
https://timarit.is/publication/1880

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.