Húnvetningur - 01.06.1944, Blaðsíða 7

Húnvetningur - 01.06.1944, Blaðsíða 7
HÚNVETNINGUR 7 2. Fá meiri vörukvóta til að verzla með. 3. Reyna að tryggja það að viðskipti, sem aðrar verzlanir höfðu haft, flyttust sem mest til félagsins. Til þess að ná að einhverju leyti, að minnsta kosti þessu marki, virtist frekast reynandi að fá inn í félagið verzlun, sem væri í rekstri og hefði góða legu gagn- vart umferðinni, eins og hún er nú. Var ég þá ekki í vafa um, að mér bar fyrst og fremst að reyna við verzlun Kristins Magnússonar. Verzlun hans liggur nú bezt við ferða- mannaverzlun allra verzlana á Blöndu- ósi, hún hefir haft allmikla sölu — mér liggur við að segja, að útibúið mundi því nær bera sig, þó ekki bættist við félagið nema x/2 af umsetningu þeirrar verzlunar. Þar við bætist, að Kristinn Magnússon mun álitinn mjög ábyggilegur verzlunar- maður, laginn við innkaup á vörum og góður sölumaður. En satt að segja hafði ég ekki mikla von um að þessi maður mundi vilja hætta að verzla fyrir sinn reikning og gerast starfsmaður kaupfélagsins, þar sem verzlun hans virtist í miklum blóma og munu margir Húnvetningar einnig hafa haft þá skoðun á málinu. Það kom líka á daginn, að Kristinn var mjög tregur að gefa ákveðin svör. Nokkru eftir nýárið gerði hann þó ákveðið tilboð um að gerast starfsmaður K. H. Nú á þessum tímum mun vart hugsan- legt að kaupa upp álitlegar verzlanir, nema að greiða að einhverju leyti fyrir vrzlunaraðstöðuna. Út frá því sjónarmiði gerði Kristinn það að skilyrði í tilboði sínu, að kaupfélagið keypti allar vörur, sem hann átti í birgðum og auðseljan- legar gætu talizt, gegn 10% afslætti frá útsöluverði — með öðrum orðum K. H. fengi um 14% af lögboðinni verzlunará- lagningu. Kaupfélagið hefir undanfarið haft þá reglu að taka vörur til sölu af einstaklingum gegn 10% þóknun af sölu- verði, er þetta því sama reglan, nema við tökum á kaupfélagið þá ábyrgð að varan seljist og á þessum tímum virðist áhætt- an ekki mikil, þegar um útgengilegar vör- ur er að ræða. Vörubirgðir Kristins námu 55.000 kr. Gegn þessu fær kaupfélagið allan verzl- unarrétt Kr. M. hvað snertir innkaups- kvóta og söluréttindi. Þetta voru því frá okkar sjónarmiði þau kjör, að það var meiri ábyrgðarhluti að synja tilboðinu en taka því.Ég býst varla við,að um þetta verði skiptar skoðanir hjá þeim, sem telja verzl- unarrekstur nauðsynlegan innan Blöndu á vegum kanpfélagsins. En þeim mönn- um, sem eru á móti útibúinu, vil ég aðeins benda á það atriði, að verzlunarbúðir eru ótvírætt betur settar innan Blöndu í þétt- býlinu þar, og að allir sem sett hafa á stofn verzlanir á Blönduósi, hafa sett þær upp innan Blöndu en ekki utan. Að minnsta kosti mun öllum ljóst, að ef kaup- félagið okkar á að fullnægja að mestu við- skiptaþörf héraðsins, þá er óhjákvæmilegt að hafa verzlun innan Blöndu. Þessum málum lauk því svo að gengið var að til- boði Kristins Magnússonar. Vænti ég þess, að þó samningar þessir virðist erfiðir fyrir félagsins hönd, þá beri framtíðin það í skauti sínu, að það hafi verið rétt að ráða þennan mann til kaupfélagsins, þar sem ég hefi það álit að hann sé ágætur starfsmaður á þessu sviði, og að hann hafi gefið kost á sér vegna þess, að hann hefir haft og hefir enn mikinn áhuga fyrir hagsmunum og þróun kaupfélagsins. Með tilliti til þess, að Halldór Alberts- son taldi sig hafa haft ástæðu til að búast við að samið yrði við sig um áframhaldandi rekstur útibúsins þar til 6. des., var það samþykkt, að hann starfaði hjá kaupfé- laginu með sömu kjörum og áður til 6. júní þ. árs. Hafsteinn Pétursson.

x

Húnvetningur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húnvetningur
https://timarit.is/publication/1880

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.