Sumardagurinn fyrsti - 01.06.1978, Page 3

Sumardagurinn fyrsti - 01.06.1978, Page 3
STJÓRN OG STARFSFÓLK SUMARGJAFAR 1977» Stjórn felagsins er nú þannig skipuð: Bragi Kristjánsson forstjóri, formaður Jón Freyr Þórarinsson skólastjóri,varaformaður Þórunn Einarsdóttir umsjónarfóstra, ritari Meðstj órnendur: Guðrún Guðjónsdóttir forstöðukona Guðrún Jónsdóttir félagsráðgjafi Hulda Björnsdóttir skrifstofumaður Þórunn Friðriksdóttir félagsfræðingur Varastjórn: Elín Jóna Þórsdóttir fóstra María Finnsdóttir fóstra og Sigurjón ísaksson. Framkvæmdastjóri er Bergur Felixson. Á árinu gengu úr stjórn Bragi Kristjánsson og Þórunn Einarsdóttir og voru þau bæði endurkjörin. Á skrifstofunni starfa nú Elín Helgadóttir, Jónas Jósteinsson, Margrét Gísladóttir, Kristín Bjarnadóttir og Ragnhildur Bogadóttir. Við innritun og vistun barna starfa Lára Gunnarsdóttir og Hólmfríður Jónsdóttir sem tekur við starfi 1. júní 1978 af Kristínu Ólafsdóttur. Þórunn Einarsdóttir er umsjónarfóstra. Finnur árnason garðyrkjumeistari sér um viðhald lóða. Um áramót hætti Þorsteinn Ólafsson húsasmíðameistari störfum, en á verkstæði í Laugaborg starfa þeir áfram Björgvin Hermannsson húsgagna- smiður og Björn Högnason. í desember 1977 fengu þ2o starfsmenn greidd laun hjá félaginu. VÖLUSKRÍN. í maí 1977 festi félagið kaup á leikfangaversluninni Völuskrín. Hefur rekstur verslunarinnar gengið vel. í aprílmánuði 1978 flutti Völuskrín í rúmgott og vistlegt verslunarhúsnæði að Klapparstíg 26. Margrét Pálsdóttir fóstra er verslunarstjóri ög sér jafnframt um innflutningsverslunina. SUMARDAGURINN FYRSTI. Hátíðarhöldin sumardaginn fyrsta voru í samvinnu við skátafélögin í Reykjavík. Tvær skrúðgöngur voru farnar og skátar sáu um útiskemmtun í miðbænum í Reykjavík. Að venju var fána- og merkjasala á vegum Sumargjafar þennan dag. REKSTUR DAGVISTARSTOFNANA í EIGU REYKJAVÍKURBORGAR. 1. janúar 1978 urðu tímamót í sögu Barnavinafélagsins Sumargjafar. Þann dag tók Reykjavíkurborg við rekstri dagvistarstofnana, sem Sumargjöf hafði áður séð um rekstur á. Var eftirfarandi samkomulag undirritað af borgarstjóranum í Reykjavík og formanni Barnavinafélagsins Sumargjafar við hátíðlega athöfn að Höfða 28. desember 1977: 3

x

Sumardagurinn fyrsti

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sumardagurinn fyrsti
https://timarit.is/publication/1751

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.