Sumardagurinn fyrsti - 01.06.1978, Page 15
Biðlisti greindur eftir starfsheitum foreldra.
Eftirfarandi flokkun er grundvölluð á starfsheitum feðra annars
vegar og mæðra hins vegar. Þar sem starfsheiti foreldra skipta
tugum ef ekki hundruðum, eru þau flokkuð her í 3 hópa.
Flokkarnir eru þessir:
I. Stjórnunarstörf, sem krefjast langmenntunar, störf sem
njóta mikils álits.
II. Iðnaður og sérhæfð þjónustustörf, störf sem krefjast
skemmri menntunar.
III. Störf sem ekki krefjast fagmenntunar, svo sem verka-
mannavinna.
Þessi skipting er hór eingöngu notuð vegna aukins hagræðis.
Námsfólk er undanskilið þessari flokkun, svo og aðrir sem ekki taka
þátt í atvinnulífi.
Um áramótin síðustu voru 84 börn einstæðra foreldra á biðlista.
Starfsheiti foreldra barna á biðlista 31. desember 1977-
FLOKKAR. Mæður. Feður.
I. II. iii. Húsmæður. ótilgreint. Nemar. Atvinnulausir. Látnir. Sjúklingar. 55 2.8^ 4l6 32.9% 198 15.6^ 508 40.2% 12(1) 0.9^ 85 6.1% 4 0.9% 2 0.2% 5 0A% 281 22.2% 495 39-1$ 273 21.6$ 62(2) 4.9^ 148 11.1% 1 0.1% 2 0.2% 3 0.2%
Samtals: 1265 100.0% 1265 100.0%
fll Þar af 1 barn einstæðs föðurs. (2) Þar af 51 barn einstæðra mæðra Hlutfall heimavinnandi húsmæðra fer minnkandi frá ári til árs.
Ef borin eru saman undanfarin þrjú ár, kemur þetta vel í ljós:
ÁR %
1975 46.02
1976 43.80
1977 40.20
15