Sumardagurinn fyrsti - 01.06.1978, Blaðsíða 19
Starfsheiti foreldra barna á leikskólum 31- desember 1977-
FLOKKAR. Mæður. Feður.
I. 46 3.0 % 371 24.0 %
II. 591 38.2 % 702 45.4 %
III. 318 20.6 % 336 21.7 %
Húsmæður. 486 31.4 io
ótilgreint. 12 0.8 / 42(1) 2.7 %
Nemar. 80 5.2 % 84 5.4 %
Atvinnulausir. 1 0.1 % 1 0.1 %
Látnir. 1 0.1 % 5 0.3 %
Sjúklingar. 12 0.8 / 6 0.4 %
Samtals: 1547 100.2 % 1547 100.0 %
(l) Þar af 38 börn einstæðra mæðra.
Vinna mæðra barna á leikskólum 31. desember 1977-
Vinna 5 klst. og minna 662 69.3 %
Vinna 5 1/2 klst. og meira 293 30.7/
Samtals 955 100.0/
A árinu var stigið fyrsta skrefið í áttina að sveigjanlegri
opnunartíma en verið hefur á leikskólunum til þessa. Er nú
foreldrum gefinn kostur á að hafa börn sín í hádeginu til við-
bótar fasta dvalartímanum. Er með þessu verið að reyna að brúa
bilið sem óumflýjanlega hefur skapast í þeim tilvikum er hinn
fasti opnunartími leikskólanna og vinnutími foreldra hafa stangast á.
Sjá ofangreinda töflu um vinnutíma útivinnandi mæðra.
Var þetta nýja fyrirkomulag fyrst reynt í Staðarborg og síðan
tekið upp víðar. Um áramótin 1977-1978 voru þau börn, sem þessarar
þjónustu nutu orðin alls 40 á 9 leikskólum.
broskaheft börn.
31. desember 1977 dvöldu samtals 28 þroskaheft börn á dagvistunai'-
stofnunum Reykjavíkurborgar. 20 af þessum börnum voru vistuð á leik-
skólum og 8 á dagheimilum.
Svanhildur Svavarsdóttir, talkennari:
Talkennsla á dagvistarheimilum Reykjavíkurborgar veturinn 1977-1978.
Fjöldi barna sem ég hef haft afskipti af eru 69, 59 börn af leik-
skólum og 10 börn af dagheimilum. Af þeim hafa 26 börn komið
reglulega í einkatíma.
Mál og talgallar skiptast niður á eftirfarandi hátt:
Framburðargallar ....................... 33
Lítill málþroski ....................... 25
Stam .................................... 9
Holgóma börn ............................ 1
Raddveilur .............................. 1
Alls________69
19